Ertu að meina að barnið borðaði ekkert betur eftir að hann hætti að drekka á nóttunni, eða að það hafi ekki gengið að láta hann hætta að drekka á nóttunni. Það gengur alveg að taka drykki af á nóttunni, það þarf bara mikla þolinmæði og staðfestu og getur svo sannarlega tekið á að breyta einhverju svona.
En annars er sniðugt að setja ekki of mikið á diskinn, svo það sem þar er virðist ekki óyfirstíganlegt. Reyna að gera matinn svolítið skemmtilegann, segja sögur á meðan verið er að borða, láta bangsann mata barnið, leiða athyglina eitthvert annað, skera matinn í litla bita, gera tómatsósuandlit á fisk og hakkstöppur, skera út mynstur í brauðsneiðarnar o.s.frv.
Svo er til næringardrykkur fyrir börn í apótekum, en kannski réttast að ráðfæra sig við næringarráðgjafa eða lækni áður en farið er út í slíkar aðgerðir, það er náttúrulega best ef hann fær næringu úr venjulegum mat en venur sig ekki á einhverja næringardrykki.
En svo eru sum börn bara voða grönn og lítið við því að gera. Það skiptir meira máli hvernig almennur þroski er hjá honum.
Ef það er raunverulega vandamál að hann borði ekki nógu mikið er vert að athuga nokkra hluti.
A.
Veldur maturinn honum líkamlegum óþægindum, sem að veldur því að hann forðast að borða.
B.
Er hann mjög matvandur.
C.
Vantar hann kanski að hafa krakkahópinn sinn af leikskólanum í kringum sig.
(dóttir mín tók svona skeið, borðaði lítið eða ekkert heima á daginn, en eins og herforingi á leik´skólanum.)
D.
Kanski fæst hann til að borða ef að hann hefur fullkomna stjórn.
Hafa skál með heilbrigðu nasli þar sem að hann nær í, sjá hvort að hann gegnur ekki í þetta sjálfur yfir daginn.
E.
Kanski er málið að hætta að reyna að koma ofan í hann, sjá hvað gerist ef að hann á að sjá um það sjálfur að mata sig og láta vita þegar að hann er svangur.
Mín stelpa er grönn, en læknar og aðrir aðilar eru mjög ánægðir með hana.
Ef að hún er á svona tímabili þar sem að hún er ekki að borða, þá gerið ég þetta með naslið, og spyr bara reglulega hvort að hún sé orðin svöng.
Gangi vinkonu þinni vel.
Kveðja
Namo
0