Hallo ég hef aldrei skrifað hingað áður. En ég ætla allavegana að spurja einnar spurningar sem ég þarf að fá svör og ráðleggingar við. Svoleiðis er það að vinkona mín eignaðist barn fyrir 3 mán. Hún er 20 og ég líka. Strákurinn litli hann er finnst mér orðinn alltof feitur. Pæliðiði 3 mánaða og orðinn 8 kíló. En allavega alltaf þegar hann grenjar og þá held ég alltaf þá stingur hún pelanum uppí hann. Ég einhvern veginn get ekki trúað því að börn þurfi svona ótrúlega mikið að drekka. En annars veit eg ekkert um það. Spurningin er er þetta rétt aðferð hjá vinkonu minni og hvað er hægt að gera frekar.
Ég óttast líka af því að þetta er svona núna þá verður stráksi litli spikfeitur og alveg geðveikt frekur af því að hann greinilega fær alveg það sem hann vill.
Takk fyri