Pabbi...
Ok, ég á von á barni með kærustunni minni. Það er náttúrulega alveg geggjað. Þetta er okkar fyrsta og maður er þess vegna alveg grænn og mig langar bara svona að starta umræðu um þessar bækur og bæklinga og dót sem í boði eru fyrir foreldra. Mér finnst eins og þær séu allar fyrir mömmuna. 99% bókarinnar Barn, meðganga fæðing eru um mömmuna og það litla sem stendur um pabbann er að vera ábyrgur, sýna stuðning og nudda konuna (smá einföldun náttúrulega). Og það sem meira er: barnið og pabbinn eru sofandi á nokkrum myndanna. Komm on. Á maður bara að vera ábyrgur og sofa! Hvað á maður til dæmis að gera ef konan fær skyndilega verk vinstra megin í móðurlífinu á meðan á meðgöngu stendur? Ef gæta ætti fulls jafnréttis vantar í allar þessar bækur einhver huggunarorð handa körlum. Konurnar geta fræðst um breytingar á eigin líkama og sálarlífi og það er staðreynd að slík þekking bætir líðanina. Við karlar megum hins vegar velkjast um í efa og baráttu við eigin tilfinningar og megum varla segja neitt því þá erum við linir. Ef það væri til bók sem til dæmis segði bara við þig: Nú átt þú von á barni og það þýðir miklar breytingar á þínu lífi. Það er eðlilegt að þú finnir fyrir óttatilfininngu og verðir þögull um stund. Ég veit allavegana að mér myndi líða pínu betur og hafa meiri kjark til að viðurkenna það að ég er pínuoggó smeykur við þetta allt saman. Þetta brýst náttúrulega allt út í því að maður reynir að gera allt fullkomið á heimilinu, þrífa helst tvisvar í viku og skipta um gólfefni o.s.frv. því þetta verður allt að vera í lagi þegar barnið kemur, en ég veit ekkert um það hvort að ég megi tala um þetta við einn eða neinn. Sem betur fer get ég skrifað hér í skugga nafnleyndar. Er ég sá eini sem velti þessu fyrir, ha, strákar? Eru kannski engir strákar sem skoða þetta áhugamál?