Ég skildi við konuna fyrir um fjórum mánuðum síðan og nú er hún nýkomin með kærasta. Ég er ekkert að böggast útaf því sérstaklega en vandamálið er að hún er strax farinn að flagga honum fyrir krakkann okkar sem 7 ára. Ég er bálreiður út í hana fyrir að gera þetta vegna þess að krakkinn okkar er enn að reyna að átta sig á því af hverju við erum skilin og mér finnst þetta koma illa við hana að þriðji aðillinn er kominn í málið og reyna að koma í stað pabba síns. Við erum með sameiginlegt forræði og ég er með krakkann jafnan 3-4 sinnum í viku en hún er með lögheimili hjá mömmu sinni.
Nú ganga ásakanirnar á víxl á milli okkar að krakkinn kvarti vegna þess að ég hef verið að sverta nafn kærastans í eyru krakkans og þess vegna er hún negatív útaf þessu ástandi en raunin er sú að það hef ég ekki gert. Krakkinn bað mig m.a.s. að sækja sig í skólann um daginn þó að ég ætti ekki þann dag og vera hjá mér. Eg hef sagt mömmu hennar að þetta sé óviðunandi ástand. Kærastinn hennar er ok náungi held ég og allt það og mamman líka (þannig séð:-). Ég hef bara áhyggjur af krakkanum okkar.
Annað sem ég hugsa um ansi mikið þessa dagana er að nýta rétt minn sem foreldri með sameiginlegt forræði til þess að banna henni að fara úr landi ef hún ætlar sér að vera með kærastann einnig í för.
Hún er frá Suður-Evrópu og kærastinn hennar er landi hennar sem hefur búið hér um tíma. Hún mun örugglega fara með krakkann til heimlands síns í sumar til að heimsækja ættingjana þar og ég hef sagt henni að það komi ekki til greina að ég leyfi henni að fara ef kærastinn verður líka með í för. Hún svaraði “já já” svona örugglega til að hafa mig góðan. Er þetta eigingjarnt af mér eða hvað?? Hún verður örugglega allt upp í mánuð í burtu og ég veit að ég mun varla afbera það af sjá af henni svo lengi hvað þá að vita af þessum gæja með þeim að reyna að smajðra fyrir krakkanum. Ég mun ganga af göflunum hreinlega í hausnum á mér örugglega..