Kæra Svanaxx!
Núna á ég í vandræðum með að sitja á mér og skrifa eitthvað verulega ljótt. Ég sit neflinlega í sömu sporum bara hinu megin við borðið.
Ég eignaðist barn með stelpu sem var að vísu frekar ung þá og 4 ára sambandi okkar endaði þegar hún kom út úr skápnum þegar sú litla var 1,5 ára. Þá fljótlega voru okkur sett ákveðin skilyrði hjá sýslumanni um umgengni, forsjá og fleira. Ég vissi auðvitað að ég fengi aldrei forræði yfir stelpunni svo að til að hún fengi sómasamlegt umhverfi skildi ég allt innbúið eftir, tók fötin mín, kaffivélina og fór. Þá byrjaði ballið. Það var reyndar samið um að ég fengi djúpsteikingarpottinn líka en þegar ég tók hann varð allt vitlaust hvílíkur Andxxxxxxs aumingi ég væri að taka þetta allt.
Bílinn tók ég þannig að ég tók lán sem hvíldi á honum og borgaði henni meira en helming af andvirði bílsins. Þetta gerði ég til að vera sanngjarn og sjá til að mamman þyrfti ekki að skuldsetja sig strax til að skapa heimili aftur og hefði ekki séð eftir neinu EF hún hefði getað metið það.
Þarna áður en við fórum til sýslumanns áttaði hún sig á að hún gæti farið fram á meðlög nokkra mánuði aftur í tímann og gerði það. Síðan varð hún treg til að leyfa mér að fá stelpuna af því að ég átti heima í svo miklu greni.
Næsta/u reiðisköst voru vegna þess að ég gat ekki keypt skór, úlpur og fleira en tilfellið var náttúrulega að ég var að eyða vikukaupinu í að sækja stelpuna og fóðra hana hálfsmánaðarlega og skuldasúpuna sem varð til hennar vegna.
Tæpu ári/rúmum 25 reiðisköstum síðar eignaðist ég kærustu en það hentaði barnsmóðurunni ekki og kostaði mig nánast því að ég fengi yfirhöfuð að hitta dótturina, og náttúrulega kærustuna líka.
Það má náttúrulega taka fram að það flutti inn til mömmunnar ný skvísa áður en ég náði í fötin mín þangað og út aftur ári seinna aftur ný skvísa skipt út á innan víð viku náttúrulega á heimili dóttur minnar.
Sumarfríin hafa verið þannig að eitt fríið fékk ég stelpuna í heilann mánuð langt í burt. Ég var að vinna norður í landi og gat ekki verið með dýrið aðra hverja helgi en tók hana í mánuð um mitt sumar. Eftir 3 vikur fékk ég símtal og var beðinn um að skila henni STRAX. Og ef ég hlýddi ekki fengi ég lögreglu í heimsókn. Ég hlýddi ekki og umræddann dag sem hún ákvað hringdi hún og spurði hvernig ætti að tengja hátalara í bíl.
Svo þegar ég skilaði henni fór ég lengri leiðina suður þannig að stelpan sat í bílnum uþb 700 km þann dag þá hringdi hún og bað um að hún myndi ekki sofna til að hún gæti farið snemma að sofa. Svona mikill áhugi var að hitta dóttirina eftir mánaðarferðalag.
Jólin núna voru þannig að ég fór með nýju frúnni til foreldra hennar austur á land og fékk allra náðasamlegast að taka stelpuna líka. Þegar við vorum fyrir austan hringdi mamman 2 á dag til að segja henni hvað hún saknaði hennar og af hverju hún væri að missa af heima. HÚN ER 4 ÁRA GÖMUL.
Maður býr ekki til heimþrá hjá 4 ára gömlu barni í 700 km fjarlægð. Þetta varð til þess að hún grét sig í svefn á hverju kvöldi. Á endanum fór ég heim og skildi frúnna og 1 mán son eftir fyrir austan. En þegar ég ætlaði að skilað henni var hún ekki viss um að geta tekið við henni.
Þegar strákurinn fæddist um daginn varð stelpan ekkert abbó en hinsvegar varð mamma hennar abbó fyrir hennar hönd og hefur verið hálf skrýtin síðan.
Kæra svanaxx, þetta er bara brot af því sem ég hef gengið í gegnum til að fá að umgangast dóttur mína. Ég hef þurft að berjast með kjafti og klóm án þess að vera dónalegur og leyft henni hreinlega að taka mig gersamlega í rassgatið til að halda friðinn og umgangast stelpuna. Þá er það ósagt að það er ég sem kenni henni það sem þarf. Td kenndi ég henni bíum bambaló þegar hún var 1.5 ára ekki bara viðlagið heldur 3 erindi í viðbót. Ég vandi hana af pela á einni pabbahelginni o.s.frv. Og þrátt fyrir þetta þá bíður hún frá miðvikudegi eftir að ég nái í hana.
Ég vildi að þú læsir þetta til að skilja af hverju það er alltaf talað um að bæta aðbúnað feðra, það er ekki úr lausu lofti gripið. Mér finnst þú eiga frekar gott að þurfa ekki að senda barnið þitt einhvert þangað sem þú ert jafnvel ekki örugg með en hinsvegar skil ég líka hvað þú átt við. Ég tók uppeldi stelpunnar njög nærri mér en veit líka að það gera það ekki allir. Það er ekkert ósennilegt að pabbinn í þínu tilfelli sé hálfsmeykur við þetta og finnist sem hann eigi ekkert erindi að hitta strákinn, hvað á ég að segja, hvernig á ég að haga mér, á ég að setjast á gólfið og leika í bíló eða sitja með mömmunni og drekka kaffi. Þú hefur upplifað það sjálf að þegar fólk talar um börnin sín þá er það ekkert gaman en það að segja frá hvað barnið þitt getur er allt annað og miklu skemmtilegra.
Ráðið gæti verið að semda honum af og til skilaboð um hvað strákurinn er að gera, byrja á nýjum leikskóla, lasinn, læra að lesa, skrifa, telja, hættur með pela, bleyju, allt sem þér finnst merkilegt. Þannig gæti kviknað áhugi hjá pabbanum og seinna geturðu spurt hvort hann hafi líka verið með svona eða hinsegin og giska á hvað komi frá honum. Þegar hann finnur að hann eigi meira en meðlögin í barninu gæti kviknað áhugi á að gera eitthvað með honum.
Bara nr 1,2 og 3 hann veit ekket um börn og skammast sín örugglega fyrir það, gefðu honum færi á að fylgjast með fyrst úr fjarlægð og síðan úr návígi. Mundu líka að uppeldi er karlmönnum ekki eðlislægt eins og konum.
Skrifaðu álit þitt á þessu svari mínu!
Kv Isan
Já hvernig á ég að svara þessu…
Ég á 3 önnur börn, tvö af þeim búa hjá föður sínum, og það er mjög gott samkomulag, ef það þarf að breyta einhverju eða eitthvað þess háttar þá er það ekkert mál. Það hefur alltaf verið önnur hver helgi og svo hafa börnin ráðið hvernig sumrin eru, hvar þau vilja vera og þess háttar.
Minn fyrrverandi hefur meira að segja stundum tekið littla kútinn með hinum börnunum.
En þá kallar hann líka pabba eins og hin gera.
Sem mér finnst ekki rétt þannig séð.
En erfitt að segja tæpl 3 ára barni hvernig þetta allt sé.
En eins og þú segir að senda honum myndir og þess háttar af honum getur gert kraftarverk já, ég vil að hann kynnist sínum rétta föður og hálf systkinum. Ég hef aldrei krafið hann um neitt að kaupa eitthvað á hann eða þess háttar, hef séð um það allt sjálf.
Mér finnst ömurlegt að láta barn lenda í togstreitu á milli foreldra, að það bitni á því. Eins og gerist í þínu tilfelli og sem gerist alltof oft, alveg sama hvað ég var reið við minn fyrrverandi þá lét ég það aldrei bitna á börnunum, talaði aldrei illa um hann þegar þau heyrðu.
Vonandi gengur þér vel með þitt og mér með mitt.
kv Svanaxx
0
Ojá
Þetta eru ótvírætt þau erfiðustu mál sem maður á við. Ég þekki náttúrulega ekki þínar aðstæður eða hans en það eru yfirleitt 2 hliðar á öllum málum. Ef ég mætti taka upp hanskann fyrir haNN Þá er alveg möguleiki að ef hann er lofaður annari konu, þá er ekki alveg víst að hún sýni þessu áhuga og það dragi niður úr honum. Svoleiðis leyndarmál taka karlmenn með sér í gröfina.
Mér heyrist það á þér að þú sýnir föðurinum þolinmæði enda er það eina sem gildir.
Hinsvegar er það alveg rétt að það er erfitt að útskýra aðstæðurnar fyrir börnunum þegar þær eru vafasamar en þá reynir á þig að gera aðstæðurnar ekki svoleiðis. Þegar barnið kemur til vits og ára þá skynjar hann það að þar sem hann á heima er allt eðlilegt. Dóttur minni finnst það ósköp eðlilegt að eiga eiginlega 3 mömmur og 1 pabba en á í tómu basli með að útskýra það fyrir vinum sínum á leikskólanum.
Þegar hann fer að forvitnast um pabba sinn þá getur þú eiginlega ekkert gert nema sagt góða sannleikann.
“mamma, á ég ekki einhvern pabba?”
"jú auðvitað það er hann (nafnið)
Það er einhver tími þangað til að hann fer að forvitnast af hverju hann hitti hann svona sjaldan og þegar það gerist þá gæti svarið verið að þetta hafi bara ækslast svona einhvern veginn.
Það sem ég er að hvetja þig til að gera er að leyfa honum alltaf að vita hvar hann á heima og að þú sért mamman, þegar hann veit það þá skiptir hitt ekki máli, hann veit um pabba sinn, hver og hvar hann er að finna.
Þetta segi ég vegna þess að það er af tvennu illu verra ef honum finnst þú vera að ýta honum til að hitta pabba heldur en að ef forvitnin kemur annað hvort hjá pabbanum eða barninu.
Ég tek það fram að þessar skoðanir mínar eru það sem ég hef fundið að sé besta leiðin miðað við mína reynslu og það hefur tekið mig 3 ár að finna þetta út og þá er ekki hægt að ætlast til að ég geti útskýrt hug minn í einni grein. það myndi taka önnur 3 ár að finna út úr þínu ævintýri.
En í syuttu máli sagt gengur það út á að þú sért sjálfstæð og þú sért heimili barnsins. Það fara að taka við núna furðulegir tímar þegar barnið fer að spurja meira og enhvernvegin vita meira en þú getur ýmyndað þér. Þá fer hann að hrekkja þig öðruvísi og með meiri skynsemi og þá eru skammastrikin erfiðari að leysa úr. Ég er sannfærður um að meðan pabbinn veit af syni sínum og hann af pabba sínum þá kemur þetta af sjálfu sér, og áður en þú veist af þá er það orðið meira vandamál að þeir séu of mikið saman.
Ég var að eignast strák í desember og get ekki beðið eftir því að hann verði nógu stór til að geta farið að elta mig um allar jarðir og hjálpa mér að gera við jeppann og svona. Það gerist ekki fyrr en eftir 3-4 ár en þangað til verður hann sjálfsagt meira og minna í umsjá mömmu sinnar. Það er ekki það að ég sé ekki reiðubúinn að gera eitthvað og ég vona að það sé eitthvað gagn af mér hérna heima en einhvern vegin eru þessi börn alltaf í örmunum á mömmu sinni fyrstu árin. Hinsvegar eru þessi réttindi feðra sem er alltaf talað um þannig að það er algerlega horft framhjá feðrum í forsjárdeilum sem er náttúrulega fáránlegt. Ég hef mjög gott dæmi sem er að gerast núna. Það er þannig að mamman er búin oftar en einusinni að hóta því að drepa börnin sín en fær forsjá yfir öðru af því að hún bað um það. Hún valdi annað en ekki hitt. Síðan talar hún við bæði börnin um hversu hræðilegur pabbinn er og hótar honum öllu illu meðan þau hlusta.
Þegar upp er staðið á maður bara gott. falleg og heilbrigð börn þak yfir höfuðið og vini til að spjalla við. Svo eru það vandamálin sem móta okkur og kenna okkur að takast á við önnur, ég t.d. hefði ekkert við þig að segja ef allt hefði leikið í lyndi hjá mér!
Kv Isan
0
Sæll Isan,
Ég veit svo innilega um hvað þú ert að tala, maðurinn min á strák sem er að verða 8 ára og mamma hans er með endalaust drama dagin inn og dagin út…..Guttin er yndislegur og ef ég hefði valið væri hann alltaf hjá okkur og ekki meira svona drama…..en það er víst ekki inni í myndinni. Það var eins og að þú væriri að lísa henni….hún var vön þegar hann var yngir að kissa hann og faðma þegar þau voru að kveðjast þangað til að hann fór að gráta….hún hætti aldrei fyrr og svo var hann miður sín lengi á eftir og svo var alltaf þetta meiriháttar sem þau ætluðu að gera saman á mánudeginum eða næstu helgi sem hún stendur svo aldrei við…..svo þegar hún var búin að biðja um að fá hann á sunnudagskv og segja honum það( hann er alltaf með það alveg á tæru hvenar hann á að fara heim) þá hringdi hún og sagðist ekki getað fengið hann fyrr en dagin eftir og þá hágrét hann hjá okkur…. það er sem betur fer búið þegar hann fór að segja við hana afhverju sveikstu mig?
Þetta er endalaus….búið að standa yfir síðan hann var 4 ára.
hann kemur til okkar á fimmtudögum núna og það var ekki smá mikið má að fá það í gegn í hálft ár hótaði hún okkur að hann fengi ekki að koma á fimmtudögum mætti það ekki og guð má vita hvað….en það sorglega við þetta allt er að hún sé ekki hvað hann er kátur hér, hér á hann litla systur,fullt af vinum og líður eins og heima hjá sér…en það má hún ekki vita því guð má vita hvað henni dytti þá í hug….
Við lítum þannig á málið að maður verður bara að bíta í það súra…..við eigum þó þessi yndislegu systkini….annað var bara aðeins dýrara c",)
Fyrirgefðu hvað þetta var all í belg og biðu….mér varð bara svo um að lesa það sem þú skrifaðir því ég skil það svo innilega
kv
V
0