Ég var að hugsa um að það er alltaf verið að tala um réttindi feðurs en hvernig er með réttindi móðurs.

Ég á einn strák tæpl 3 ára og hann á “engan” föður, jú hann á lífræðilegann föður en það er ekkert meira en það. Hann hefur ekkert samband eða neitt. Við höfum aldrei verið í sambúð eða neitt þess háttar. Hann á 3 önnur börn sem eru um tvítugt og tvö þeirra komin með fjölskyldur. Hann hefur hitt stráksa 3-4 x í stuttan tíma.

Ég hef oft og mörgum sinum reynt að tala við hann en ekkert gengur, síðast þá gafst ég bara upp.
Ég var að benda honum á skildur hanns sem föður og að barnið hefði rétt á að hafa samskipti við hann og kynnast honum og hálfsystkinum sínum. Ég sagði að ég gæti leitað til sýslumanns til að fá úrskurð um að hann ætti að hugsa um hann hálfsmánaðarlega og mánuð á sumrin.
Svarið sem ég fékk: “Já endilega gerðu það, ég mun segja við sýslumann að ég væri ófær um að hugsa um barn og að ég væri dópisti” og allt þar framm eftir götunum. Hann kom því inn að ég vildi bara losna við barnið þannig að ég gæti verið að leika mér.
Hann hefur aldrei tíma, hann er að vinna (eins og hann sagði) en getur farið til útlanda 1-2 á ári þá mánuð í senn.

Svo sit ég uppi með það að vera með samviskubit yfir því að vilja “losna” við barnið mitt, sem er auðvitað ekki, vil bara að hann kynnist sínum rétta föður og hálf systkinum sínum.

Nú vantar mér svör frá þeim sem eru í svipuðum sporum og hvað er hægt að gera í svona málum.

Með kveðju
Svanaxx