Þú ert að berjast við það sama og ég og flestir aðrir pabbar sem er annt um börnin sín.
Því miður er svarið einfalt: Þú ert réttlaus!
Forsjá:
Sameiginleg: ef henni dettur eitthvað í hug þá hefur þú leyfi til að mótmæla því en hún þarf ekki að fara eftir því.
Forsjá annars aðila: í vafaatriðum er möguleiki á að fá sýslumann til að skera úr um málið og þá eru til fastmótaðar reglur um umgengni o.s.frv.
Þetta vikuform er mjög vafasamt. Þegar það er notað er þannig komið við að barnið búi í ferðatösku. Stöðugt að flakka á milli húsa og þá kemur upp að það gleymist að sækja á leikskóla, var ekki þín vika núna. Þá missir barnið jafnvægi. Hinsvegar þá er helgarformið best þar sem barni á heima á einum stað en kemur til hins aðilans. Hins vegar er mikilvægt fyrir þig að búa vel að barninu heima hjá þér. Ég man ekki hver það var sem skrifaði um að það á ekki að eiga herbergi eða neitt svoleiðis en það er alger vitleysa. Barnið Á að eiga heima hjá þér. Á að eiga sitt rúm, sæng, föt, bangsa, leikföng og sér herbergi ef því er komið við. Þú átt ekki að vera ofurpabbi þegar barnið kemur heldur viðhafa þínu heimilislífi. Þetta var félagsfræðingur sem skrifaði þessa grein og mikið fleiri og betri upplýsingar um og fyrir helgarpabba í tímaritið uppeldi. Finndu þessa grein og lestu hana.
Varðandi mömmuna þá þekki ég mömmu sem hótaði einn daginn því að drepa börnin sín en fékk 3 vikum seinna forsjá yfir öðru þeirra svo að þetta með viðbótar pabbana er töpuð barátta. þar að auki þá er ekkert sem þú sagðir allavega sem segir neitt um að hún sé slæm mamma þó að hún sé vonlaus kærasta þó að það sé ógeðslega ???(ég kann ekki nógu hræðilegt orð)
Þú skalt vera góður pabbi og tilbúinn að taka barnið hvenær sem er að minnsta tilefni án þess að mótmæla og hafa þitt heimili tilbúið fyrir það hvenær sem er. Barnið á að geta kynnst þér vel en það á eftir að kosta þig blóð, svita og tár. Vertu tilbúinn að taka því að barnið fái heimþrá hvenær sem er og að jafnvel mamman verði afbrýðisöm út af því að þú getir tekið þessu.
Mín saga er í öðru svari hérna ,,réttindi móður,, og þú ættir að vita að þú ert ekki einn í þessu. Ég er 24 ára líka og búinn að standa í þessu núna í 3 ár og búinn að láta taka mig í rassgatið óteljandi oft síðan bara til að forðast það að dóttir mín verði vör við ósættið. En það er vel þess virði.
Mundu líka að helgarnar sem þú ert með barnið eru jafnmargar og mamman fær og á virku dögunum ert þú að vinna og tíminn heima með barninu er lítill. Þú átt rétt á sumarfríi með barninu og jólum en það eru meginþorri þeirra frídaga sem árið gefur.
Hinsvegar er þetta hrein mismunun í garð feðra og ef við ´segjum eitthvað þá erum við dæmdir aumingjar. Í svona tilfelli erum við nauðbeygðir til að eignast mjög þolinmóðar konur og eiga góð heimili en í staðin fáum við virðingu barnanna fyrir rest.