orkumikill
hæ allir. ég ætlaði að athuga hvort einhver hefði gott ráð fyrir mig. þannig er það að sonur minn er alveg einstaklega orkumikill. hann t.d. hljóp um nonstop í rummlega 2 tima á tónleikum sem haldnir voru um helgina, og hann varð ekkert þreyttur þegar hann kom heim, fór bara beint í að leika við frænku sína. ég er ekkert sérstaklega fróð um börn, ég læri bara jafnóðum og hann eldist en er eðlilegt að 18 mán barn hafi svona rosalega orku? við eigum lika við það vandamál að stríða að ef hann fær ekki næga útrás getur hann orðið trylltur og jafnvel ofbeldishneigður. ég veit að það er honum ekki eðlilegt því ef hann fær útrás er hann endalaust yndislegt barn sem á alltaf knús og kossa handa öllum. sem betur fer erum við með kött sem leikur endalaust við hann. annars væri ég orðin geðveik. ég fer með hann ut að labba á hverjum degi og hann labbar sjálfur langar leiðir og síðan leikum við okkur í kubbaleik eða bílo, dönsum og hoppum en það virkar ekkert. mig er farið að kvíða fyrir því þegar hann verður eldri. er ég bara svona fávís og móðursjúk eða þarf ég að hafa áhyggjur?