Sæl veriði.

Sonur minn er 3 ára og greindist með ofvirkni fyrir um 3. mánuðum. Hann hefur alltaf verið mikill fyrir sér, um leið og hann byrjaði að ganga með. Hann var strax mjög handóður og velvirkur, maður hugsaði notla: þetta er tímabil. Svo þegar hann fór að hlaupa, wow, alltaf á fullu spani, þessi elska. Leikskólinn sem hann fór á, í forgang, vegna hugsanlegrar ofnirkni, er mjög góður og hefur hann fengið mikinn stuðning þar.

Ég er 21 árs og oft þegar ég segji fólki frá því að sonur minn sé ofvirkur byrjar það strax að tala um hvað læknar eru æstir í að dæma öll börn ofvirk. Fólk byrjar alltaf á því að gefa í skyn að barnið sé bara mikið fyrir sér og ekkert athugavert við það. NB fólk sem flest hefur aldrei séð son minn. Nú svo um leið og ég byrja að segja lítilega frá, hvernig duglegi strákurinn minn er, þá þagnar liðið og kemur ekki með fleiri athugasemdir í þá veru að draga greiningu hans í vafa!!!
Víst eru læknar, sumir hverjir, of greiningarglaðir. En engu að síður er ofvirkni staðreynd hjá sumum börnum og me´r finnst að fólk ætti að slaka aðeins á skoðunum sínum í þessum málum. Hvert mál er einstakt.

Mig langar að lýsa eftir forleldrum ofvirkra barna, og umræðu um þessi mál. Hvernig eru börnin ykkar, hvernig er meðferð þeirra, hvernig gengur, hvernig líður ykkur, hvernig er fjölskyldulífið?

með kveðju frá katakat
kv. katakat