Mikið er ég ánægð að einhver hefji umræðu um þessa duldu fötlun, eins og oft er sagt. Ég er 39 ára og átti barn f/9 árum sem var greint sex ára.
Sjálf var ég búin að átta mig miklu fyrr á því að eitthvað væri að, en leikskólin sem hún var á taldi svo vera ekki, hún væri bara stjórnsöm og uppátækjasöm, en í dag sé ég hvað var til þess að ekki fannst nein ástæða til greiningar á þeim tímapunkti eða 4 ára. (þetta var lítill leikskóli með fá börn, og það er nákvæmlega það sem hún þarf í dag til að halda meiri stjórn á sér) Ég bý núna í Danmörku, og hef ekki séð eftir því hennar vegna, það hefur gengið á ýmsu í skólunum sem hún var í á Íslandi. Þótt svo ég hafi verið með greiningu, frá færum sérfræðing. Hér úti er þetta höndlað á annan hátt, það fylgja manni 2-3 sálfræðingar + félagsfræðingur til stuðnings, allt er metið eftir greiningunni og þörfum barnsins til að halda sem bestu jafnvægi (þeir koma líka heim til manns ef það hentar betur)
síðan er metið hvað hin parturinn af fjölskyldunni þarf, (því við þurfum sko alveg áreiðanlega á pásu að halda) mín dóttir t.d. fær að fara 3 daga í viku til stuðningsfjölskyldu bæði fyrir hana til að læra á mannleg samskipti sem hún höndlar ekki, og fyrir okkur hin á heimilinu, til að hlaða battaríin eins og ég segji oft í gríni, síðan seinna meir fær hún að fara helgardvalir, þegar ég tel hana reiðubúna.
Eina sem mér brá við hér í Danmörku, var að þeir hafa ekki ofvirk börn með öðrum börnum í skóla, þau ganga í sérskóla, mér fannst þetta óþægileg tilfinning í fyrstu, en kynnti mér svo þetta betur og horfðist í augu við það að ég þarna var sjálf að segja NEI hún er ekki ofvirk. Málið er nefnilega að þegar fötlun sést ekki þá koma upp fordómar, ég lenti líka í því að fjölskyldan mín vildi sem minnst fá hana í heimsókn, og fór alltaf í hálfgerða vörn, þetta særði mig ofboðslega og hef ég alltaf staðið í þessu ein, og oft verið úrvinda eftir daginn, málið er nefnilega líka að allir halda að ofvirkni sé bara EITT; en það eru til svo margar greiningar engin eins, undir orðinu OFVIRKNI, Þetta hefur verið svo erfitt stundum, að það er varla hægt að lýsa þessu í orðum. En mikið eiga svona einstaklingar líka gott að vera ekki eins og hinir, því verkkunnáttan er oft svo yfirburða mikil, að við venjulega fólkið föllum oft í skuggann(Eflaust hafa allir spekingar og vísindamenn frægir verið Ofvirkir) En til allra foreldra sem eiga einstaklinga sem eru með greiningu ofvirkni, langar mig bara að segja eitt ÞIÐ STANDIÐ YKKUR EINS OG HETJUR;afþví að ykkar vinnudagur er miklu lengri heldur en normalt getur talist.(og þið gerið ykkar besta)
Við lendum alltaf í afneitun með svona börn, og verðum bara að reyna að höndla það; það er alltaf auðvelt að ráðleggja,en vonandi verður þessu vel tekið. Eitt til viðbótar, ég fór einu sinni inn í Tryggingastofnun Ríkisins með dóttur mína, til að fá endurgreiðslu vegna lyfjana hennar (Ritalin)
þar lagði ég fram alla pappíra og kort þar sem sýndi hennar fötlun, litla stúlkan mín þurfti auðvita að sýna svolítið óæskilega hegðun þarna inni,(einfaldlega ég reyni, að fara ekki með hana í margmenni í dag, innan um nýtt fólk)henni líður betur heima með dótið sitt, en áfram með söguna, konan sem afgreiddi mig byrjaði að reyna á mjög vitlausan hátt að fá hana til að hætta, og leit á mig illum augum,(það skein úr augunum á henni illa uppalið barn) Og ég sem taldi mér trú um að þarna væri um sísta staðin að ræða sem ég myndi lenda í svona löguðu, Eftir þetta hefur ekkert komið mér á óvart í þessum málum.
Svo langar mér að benda á Félag Misþroska barna, sem er mjög gott, félag heima á íslandi