væl
sæl. ég er ny hérna en ég á við stórt vandamál að stríða og vona að einhvar geti gefið mér svar. þannig er að ég á 18 mán son sem hefur tekið upp á þvi að væla stanslaust, þótt ekkert sé að. ég er buin að fara með hann til læknis og þar var mér sagt að hann væri hraustur og stæltur strákur og hraustur eins og uxi. ég get ekki séð að það sé neitt að hjá honum. þetta er farið að fara svo í taugarnar á mér að ég öskraði á hann að þegja í gær og ég er að drepast úr samviskubiti yfir þvi. ég hef aldrei öskrað á barnið mitt áður. ég er fæ hausverk á hverjum degi og það ætlar mig lifandi að drepa. þetta er hræðilegt! hann sífrar ut i það endalausa og stundum er eins og hann taki ekki einu sinni eftir því, að þetta sé bara vani. er eitthvað sem ég get gert til að fá hann til að hætta þessu? ég er orðin uppiskroppa með hugmyndir, ekkert virðist virka og ég verð geðveik með þessu áframhaldi!!!