Núverandi eiginmaður móður minnar, á ekki von á að fá að vera með öllum börnunum sínum um jólin.

Málið er það að hann á einn son með móður minni og svo annan son með fyrrum eiginkonu. Sá sonur hans býr með móður sinni í bandaríkjunum svo þeir fá ekki að hittast oft.

Um daginn fékk hann þær fréttir að sonur hans fengi að koma til landsins um jólin og var hann auðvitað himinlifandi að fá að heyra það. Hann var farinn að plana allt og rosalega ánægður.

Svo kemst hann að því stuttu seinna að sonurinn ætti ekki að fá að vera hjá pabba sínum yfir jólin heldur ætti hann að vera hjá frænku sinni (móður systir sinni)! Þrátt fyrir að sonurinn grátbæði móður sína að fá að vera hjá pabbanum þá haggaðist hún ekki, hún sagði að frænku hans langaði svo rosalega að fá hann til sín!

Svo allt í einu skipti hún um skoðun, sagði að strákurinn mætti fara til föður síns frekar. Allir urðu rosalega ánægðir og allt í góðu.

En nú er hún AFTUR búin að skipta um skoðun, og svo virðist sem drengurinn eigi að vera hjá frænkunni.


Ég verð að segja að mér finnst þetta alveg rosalega ósanngjarnt af henni! Vildi bara deila þessu með ykkur :)