Sæl Hildur
Jú, ég á tveggja ára dreng, sem verður þó þriggja ára næsta desember.
Eins og þú hefur þegar heyrt frá öðrum þá virðist hegðun barnsins þíns alveg eðlileg, þ.e. í takt við það sem aðrir foreldrar hafa upplifað.
Strákurinn minn hefur skap og getur bæði verið óþekkur og yndislegur, allt eftir aðstæðum.
Það er mikilvægt að láta börnin ekki ráða! Settu barninu einfaldar reglur sem þú veist að það getur farið eftir og réttlætanlegt og sanngjarndt er að setja.
Ef hins vegar barnið verður algerlega brjálað er ekkert óeðlilegt að þú brjálist sjálf! En gættu þín þó á því að fara ekki yfir strikið! Samt skaltu meðvitað láta barnið finna fyrir óánægju þinni, t.d. með því að útiloka það um stund. Þetta er þó auðvitað ekki rétt að gera til lengdar, en a.m.k. þegar hann lætur sem allra verst. Rassskelling kemur til álita þegar öll önnu brögð hafa brugðist, en bara þá!
Hins vegar er það trú mín að börn læri mest það sem þau læra af okkur, foreldrunum. Þannig er ég almennt á þeirri skoðun að það sé betra að sýna barninu umhyggju, eins og þú sjálf gerir. Það er einungis á “tilraunastundum” barnsins, þ.e. þegar barnið er að prófa hversu langt það kemst á frekjunni, sem þú verður að beita brögðum.
Mikilvægt er líka að vera dipló við barnið. Vilji það ekki tannbursta sig er t.d. gott að fara að tala um eitthvað sem það hefur gaman af og læða svo tannburstanum upp í það og hjálpa því með tannburstunina á meðan, gera kannski smá hlé meðan barnið vill segja eitthvað, leggja eitthvað til í umræðunni. Svo er líka gott að kenna barninu allt um karíus og baktus og minna það á söguna um þá, og jafnvel þykjast sjá karíus þarna milli tannanna og segja barninu að nauðsynlegt sé að bursta hann í burtu svo tennurnar skemmist ekki.
Einnig er mikilvægt að muna að börnin þurfa meiri tíma til að gera hlutina en við hin fullorðnu. Það er svo margt sem vekur athygli þeirra í umhverfinu að það er ofureðlilegt þótt ekki sé hugurinn hafður stanslaust við það sem á að vera gera.
Að auki langar mig að segja þér frá því að ég trúi því að mikilvægt sé að annast börnin og sína þeim áhuga og athygli eins mikið og maður getur. Börn hafa mikla þörf fyrir þetta og afar mikla námshæfileika, jafnvel mun meiri en við hin fullorðnu. Strákurinn minn kann alla stafina, kunni þá um tveggja ára gamall, og er löngu farinn að skrifa stafina. Núna er ég að kenna honum að skrifa einföldustu orðin. Kannski finnst einhverjum langt gengið, en þeim er ég algerlega ósammála. Því eins og áður segir hefur barnið mikla hæfileika sem ber að virkja því lengi býr að fyrstu gerð.
Og ef ég má teygja lopann örlítið lengra vil ég segja að mér finnst margir foreldrar í dag gefa börnum sínum heldur lítinn gaum. Það er eins og börnin séu orðin fyrir þeim enda er margt sem foreldrarnir vilja gera, og þó einkum í tækifærislifnaði á borð við helgarskemmtanir. En fyrir mér er staðreyndin þannig að barnið skiptir mestu máli, ekki ég. Ég ætla að reyna að sinna barninu eins vel og ég get með það að markmiði að það komist sjálft sem best til sjálfstæðs manns og geti sinnt sínum börnum með sama hætti. Hér er ég þó ekki að segja að fullorðnir eigi að hætta að lifa lífinu, langt í frá. Áherslurnar verða hins vegar að breytast þegar barn er komið í spilið enda fylgir því mikil ábyrgð að ala upp börn.
Gangi þér vel.
Kær kveðja
Sæll eirikus.
Minn rúmlega tveggja ára gamli strákur kann næstum alla stafina, er að verða nokkuð fær í að telja upp að 13 (hefur reyndar tilhneigingu til að sleppa 2 og 10), kann alla litina og er alveg í góðum málum að því leyti. Að sjálfsögðu skiptir barnið mestu máli. Allra mestu máli undir öllum kringumstæðum alltaf. Ég er nokkuð örugg um að hann vanti ekki athygli, hann er bara að prófa sig áfram. Ég prófaði að setja hann út í horn þegar hann lemur mig. Ég set hann í lítið skot í stofunni, þannig að hann er lokaður milli veggja, stóls og sófa. Hann kemst sem sagt ekki í burtu. Í fyrsta skiptið sem ég gerði þetta varð hann algjörlega trylltur af hræðslu, hágrét með miklum ekkasogum og öskraði að hann væri hræddur. Ég hlustaði á þetta í um eina mínútu og sótti hann svo, tók hann í fangið og útskýrði fyrir honum hvað hefði gerst. Hann horfði á mig mjög alvarlegur í bragði og svaraði öllu sem ég sagði með alvarlegu og hálfdapurlegu “já”. Þetta hef ég þurft að endurtaka nokkrum sinnum undanfarna daga, en það virðist hafa haft tilætluð áhrif. Hann skilur þetta og fer eftir því, en gleymir því bara stundum og þá þarf bara að hljálpa honum, rifja upp hvað kemur fyrir strák sem lemur foreldra sína. Þetta er ennþá að virka vel, ég leyfi ykkur svo að fylgjast með því sem kemur næst.
Kveðja og takk fyrir góð viðbrögð,
Hildur.
0