Eru Íslenskar mæður verri en aðrar ?
Fyrir nokkrum misserum heyrði ég þá tilgátu e.h. fræðings að Íslenskar konur almennt sýndu börnum sínum ekki mikla alúð, og hefði þetta þróast svona vegna þess að börn voru svo líleg til að deyja ung hér áður fyrr. Veit ekki hvort þetta eru merkileg fræði en vekur mann þó til umhugsunar.
Ég hef aðeins verið að fylgjast með “atferli” mæðra á förnum vegi, þá bæði íslenskra og af erlendum uppruna, sérsstaklega frá austurlöndum fjær og nær. Mér finnst eins og þessar erlendu sýni börnum sýnum meiri alúð og athygli heldur en þær Íslensku, og sýni þau frekar af stolti. En ég tek fram að þetta er ekki mjög vísindalegt. Aftur á móti er alltof algengt að sjá Íslensk börn öskrandi, dregin af mömmunni sem hreytir e.h. ónotum í þau. Of er þetta frekja í krökkunum sem eru að heimta eitthvað og mamman (eða oft pabbin) er búinn að missa þolinmæðina.
Þarna er auðvitað ekki bara við mömmur að sakast heldur hvernig uppeldi á börnum og þar með þjóðinni hefur verið að þróast, og þar vil ég meina að heimtufrekja á öllum sviðum sé farinn að grafa undan þjóðarsálinni. Þessi heimtufrekja og tengd neysluhyggja lýsir sér líka í aukningu á skylnuðum ,( ef þetta samband er ekki að virka er ég farinn og finn mér annan/aðra !) og “þvers og kruss” fjölskyldumynstri sem hlítur að skaða börnin.