Hæhó! Sonur minn sem er 5 mánaða er svo vanafastur að það hálfa væri alltof mikið!
Hann fær alltaf pela fyrir nóttina og brjóst á eftir, ég hef alltaf gefið honum bæði pela og brjóst inni í herbergi og hann svo farið að sofa sáttur. Í gærkveldi ákvað ég að gefa honum pelann í stofunni og brjóstið inni… nei… hann fékk sitt bjóst, og svo lá hann, vældi og kvartaði þangað til ég kom með pela! Kom samt bara með 50ml pela því hann var nýbúinn að drekka heilann, viti menn, hann drakk þessa 50ml og steinsofnaði!
Svo gerði ég tilraun á honum í dag, hann fær morgunpelann í stofunni, en ég breytti til núna og gaf honum inni, LOL, hann var ekki sáttur… í staðin fyrir að setja hann út klukkan 9, þá setti ég hann í rúmið, hann var dauðþreyttur, en sofnaði sko ekki fyrr en hann var kominn útí vagn, og sko RÖFLAÐI!!
Mér finnst þetta svo ótrúlega fyndið, eldri sonur minn var vanafastur en ekki helmingurinn af þessu!
Hafið þið einhverjar sögur af vanaföstum börnum ykkar? Eru kannski flest börn svona??
kveðja