#1-Fyrst undercoataru manninn svartan með Chaos Black spreyjinu.og þar sem ég mála alltaf skinnið fyrst þá málarðu andlitið með þunnu lagi af Dwarf Flesh og ALLS EKKI mála tennurnar.Svo highlightarðu andilit með Elf Flesh,þ.e.a.s. ennið,kinnarnar,hökuna og nefið.
#2-Þá málarðu með Codex Grey það sem er útstætt á skikkjunni hans framan á bringunni.Þá málarðu chainmail-ið undir höndunum með Mithril Silver.
#3-Þá málarðu handahlífarnar, hjálminn, legghlífarnar og sverðið með Mithril Silver.Það er lína á enninu á hjálmnum og niður að kjálkunum.Þú málar hana með Chaos Black.Þá málarðu ennið á hjálmnum og hjaltirnar á sverðinu með Shining Gold það kemur vel út og dáldið dökkt því að það var málað ofan á Chaos Black.Þá málarðu með Bleached Bone reipin sem halda handahlífunum og kápuna undir skikkjunni.
#4-Þá málarðu með Mithril Silver það sem heldur skikkjunni og beltisólina.Svo málarðu beltið með Scorched Brown.Þá málarðu efstu línuna og oddinn á skildinum með Mithril Silver (dáldið mikið af því á þessum gaurum er það ekki).Og líka merkið á skildinum með Mithril Silver.Svo málar maður doppurnar á skildinum með Shining Gold.Svo gerir maður doppur í tennurnar með annað hvort Skull White (ef hann hefur hreinar tennur) eða Bleached Bone (ef hann á ekkert golgate).
Botninn:
Ég málaði hann með Goblin Green og setti Green Stuff á toppinn en svo mæli ég með aðferðinni hans kofi22 á korkunum.
Dáldið einhæft módel og ekki uppáhalds gaurarnir mínir en……
QDOGG
GoodFella