Jæja ég hef verið að skrifa nokkuð af LOTR málningargreinum hérna á huga en ætla nú að senda eina úr WHFB. Hún er fyrir venjulega
orc warriors.
1. Það er nátturulega járnpartar. Það er bara best að gera sér það að reglu að mála járnparta alltaf chaos black fyrst.
2. Járnsvæði sem sagt sverð, brynjur, armbönd, beltislykkjur og svoleiðis eru drybrushaðar með boltgun metal. Næst highlightum við járnpartana með smá drybrushi af chainmail. Næst er að blanda smá black ink við vatn og bursta yfir. Jæja þá er það final highlightið á járnsvæði og það er að drybrusha smá chainmail yfir
járnsvæðin.
3. Næst er það húðin. Fyrst er það dark angels green yfir en passið ykkur að það sjáist ekkert svart í gegn. Næst drybrushið þið goblin green yfir það en passið ykkur að fara ekki oní vöðva.
Næst er að blanda smá dark green ink við vatn og mála yfir og þá rennur oní skorurnar og myndar smá skugga ef það fer mikið á vöðvana blandið þá meira vatni við. Næst drybrushiði goblin green yfir þetta og reynið að highlighta vöðvana vel.
Næst er það final highlightið á húðina en það er að drybrusha nokkuð laust rotting flesh á hnúana, andlitið og fingurna.
4. Næst eru það fatabútarnir.
Þessu tilfelli höfum við þau svört.
Ef þið hafið grunnað þá svarta, sem ég mæli með, þá er bara að drybrusha fortress grey yfir svona helst þar sem svona skrumpur og skorur eru, ef þið hafið hins vega grunnað þá hvíta þá er að mála fötin chaos black en passið að fara ekki út fyrir. Svo er bara að drybrusha yfir það með fortress grey. Annars eru fötin bara smekksatriði.
5. Viðar og leður partar.
Jæja málið alla viðarparta t.d. axarsköft, sum sverðssköft og svoleiðis með scorched brown. Gerið það sama við leðurparta eins
og skó, belti ( en alls ekki bönd ) og svoleiðis. Næst er að drybrusha viðar og leðurpartanna með bestial brown síðan þegar það er þornað drybrushið þá yfir það með vermin brown. Næst er að blanda brown ink við vatn og mála yfir látið samt helst meira af vatni en inki. Næst er það lokastigið. Það er mjög einfalt bara að drybrusha vermin brown yfir reynið samt að hafa ennþá dökkbrúnt í skorunum.
6. Bönd og reipi.
Það er bara scorched brown fyrst. Svo er að drybrusha bestial brown yfir og þegar það er þornað drybrushið þá mjög laust yfir með bubonic brown.
7. Augu, klær og tennur ( líka svona tannaskraut sem þeir eru oft með á sér. ).
Jæja augun eru bara punktur af scab red ekkert einfaldara en það.
Neglur eru málaðar með elf flesh.
Tennurnar og tannaskrautið á þeim er fyrst bara bleached bone síðan er það brown ink blandað við vatn ( munið því meira vatn því betra. ) málað yfir. Svo er að drybrusha skull white laust yfir.
Vona að hún komi ykkur að góðum notum eins og að hún kom mér að góðum notum.
Azi