Halló!
Í skólanum hjá 6 ára syni mínum greip um sig mikið Pókemon spila æði nú á vordögum. Skyndilega voru allir strákar að safna spilum og minn var engin undantekning. Við miðaldra foreldrarnir erum fullkomlega óupplýst í þessum málum finnst eins og við séum alltaf að kaupa rándýr spil handa honum en svo fer drengurinn út og kemur heim búinn að býtta öllum nýju spilunum fyrir eitthvað… rusl. Hann fattar t.d. ekkert að þetta séu einhverjar seríur (er það ekki annars rétt?)og ég held að gæjarnir séu svoleiðis að gabba þetta út úr honum. Og svo eru víst fölsuð spil í umferð. Ég held ég verði að setja mig aðeins inn í þennan heim og kenna krakkanum einhver undirstöðuatriði. Getur einhver hjálpað?

mo