Ég er að pæla í því hvar ég get fundið þær á netinu. Ég vissi alveg að ég gæti fengið hana í Nexus en ég vil frekar finna hana á netinu. Svo á ég heima á Fáskrúðsfirði.
Nexus sendir heim fyrir fólk sem býr úti á landi. Þý hefur enga afsökun fyrir því að stela. Hrindgu bara í 552-9011 og biddu um Helga eða Júlla, þeir redda þér.
Það er ekki ástæðan fyir því að ég vil finna hana á netinu ég veit alveg að þeir geta sent finnst bara þægilegra að finna hana á netinu og hafa hana á tölvunni.
Það er ekki til neitt löglegt rafrænt eintak af warhammer reglubókinni. Ég veit ekki hvar væri hægt að fá ólöglegt eintak, og þó ég vissi myndi ég sennilega ekki hjálpa neinum að nálgast það.
Það er engin leið að það sé á nokkurn hátt þægilegra að eiga bókina í tölvunni heldur á pappír. Ég held að þú sért frekar að reyna að spara þér pening með því að stela henni.
Hafðu það eins og þú vilt það að finna hana á netinu er ekki endilega að stela. Ef þú veist eitthvað um City of Heroes þá veist þú að það er hægt að downloada handbókinni að honum á síðunni þannig að ég er ekki að fegra sannleikan neitt.
Þú getur fundið brot og brot úr bókinni á netinu og eftir svona 4-5 ár værirðu kominn með bókina ef að þú myndir nenna að skrifa allt upp. Dæmið sem þú tókst er öðruvísi það má kannski downloada þessari handbók en ekki Warhammer reglubókinni. Og segjum sem svo að þú næðir að downloada reglubókinni hvað þá þú þyrfftir alltaf að kvekja á tölvunni til að skoða hana eða að prenta hana út einu sinni í viku vegna að hín skemmist eef hún er ekki innbundin.
Kaptu hana bara þó að þér finnist það óþægilegra, það er betra en ekki neitt.
Það er líka bara hægt að copya það í word og hafa það þar, eins og ég hef sagt áður, sem mér finnst þægilegra. Að auki er líka spurt í þessum þráð hvort að einhver geti sagt mér reglurnar það er að segja grunnreglurnar.
ég á .rar skrá með wh40k reglum og öllum codexum frá þeim tíma (reyndar 4 ára gamallt) á pdf formi ég fékk þetta sent frá kunningja mínum og finnst það allt í lagi þarsem ég á allar þessar bækur og þetta bæði minnkar slit á þeim og flýtir fyrir mé
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..