Góðan daginn.
Mig langar að segja ykkur frá safnkortaspili sem mér skilst að hafi bara nýlega komið á markað hér á landi og heitir það Call of Cthulhu CCG.
Þegar talað er um slíkt spil er nánast óhjákvæmilegt að það sé borið saman við þau spil sem á undan komu og því er kannski ekki úr vegi að byrja á því sem gerir það sérstakt.
Í öllum öðrum safnkortaspilum sem ég kannast við eru keppendur að ráðast hver á annann með skrýmslum eða þess háttar þar til annar missir allt ‘lífið’ sitt. Ekki svo í CoC. Í staðinn er bunki af ‘sögum’ sem leikmenn senda hæfileikaríka (eða hæfileikalausa) útsendara í til að uppgötva leyndarmál sögunnar og fá þar með “Success token” á þær og loks vinnur sá sem leysir fleiri mál.
Nú… hver leikmaður hefur þrjú “Domain” sem má líkja við löndin í Magic og má nota eitt í hverri umferð til að koma út spilum af hendi. Hvert domain hefur ákveðinn fjölda af spilum í mismunandi litum(fer í það bráðum) tengt við sig sem gefur til kynna hversu öflugu spili það getur komið út. Hægt er að bæta spili við domain, eitt í hverri umferð.
Hvert spil tengist einu af 7 hópum sem má líkja við litina í magic, og auðvitað hefur hver hópur sinn lit. Hóparnir eru:

The Agency
Miskatonic University
The Syndicate
Cthulhu
Hastur
Yog-Sothoth
Shub-Niggurath

Til að koma út spili í ákveðnum lit verður Domain-ið sem notað er til þess að innihalda a.m.k. eitt spil í sama lit.
Stokkur getur alveg innihaldið bæði vísindamenn, löggur, cultista og hræðileg skrýmsli sem þá vinna saman ef svo má segja.
Mér dettur nú ekki mikið meira í hug til að segja… en ég hvet alla til að kynna sér þetta athyglisverða spil, annað hvort í Nexus eða á http://www.cthulhuccg.com