Þarf að spyrja af hverju sum þessara spila eru bönnuð? Þessi spil voru hreinlega of góð. En að segja að þau séu of góð merkir lítið nema maður skoði hvað það þýðir…
Flestir leikmenn eru ekki með meira en 40 spil í stokk sínum, hvernig svo sem þeir ætla sér að vinna. Þessi spil sem eru á bannlistanum eru þannig að það voru nokkurn veginn ALLIR með þau í stokknum sínum, sem þýddi m.a. að það var ekki mikið um fjölbreytni.
Þessi spil eru líka þannig að sá sem er að tapa getur með einu spili snúið leiknum sér í hag… og þá er þetta farið að snúast upp í keppni í heppni sem er ekki gott.
Monster reborn : Þetta spil var bannað að sumu leyti vegna þess að ólíkt “premature burial” og “Call of the haunted” gefur það lífgaða skrímslinu ekki neinn auka-galla sem andstæðingurinn getur nýtt sér til að losna við það auðveldar en ella; en að mestu leyti vegna þess að það er hægt að nota það til að lífga við skrímsli andstæðingsins undir sinni stjórn, nokkuð sem ekkert annað spil leyfir.
Imperial Order : Þetta getur slökkt á einhverju einu galdraspili og bannað notkun annarra það sem eftir er umferðar andstæðings… ALVEG ÓKEYPIS. Og þar sem þetta er gildra er það notað þegar andstæðingurinn á leik. Einnig, ef notandinn er tilbúinn að borga kostnaðinn getur hann bannað notkun galdraspila þar til leikurinn er búinn sem verður fljótt, því með eitt öflugt skrímsli og Imperial Order á andstæðingurinn sér varla viðreisnar von… sérstaklega þar sem langflest spil sem eyða gildrum eru galdrar.
United we stand : Jafnvel með aðeins eitt skrímsli á vellinum er þetta strax orðið næstbesta equip-spil sem til er. Þetta verðlaunar þá sem koma út skrímslum sem eru nógu öflug til að standast árásir skrímsla andstæðingsins… með að gera þau ENN öflugari. Með þessu getur kindin úr “Scapegoat” drepið “Blue-eyes white dragon” sem er bara….rangt.