Hvorugt betra að byrja að spila held ég. Það að spila annað þýðir ekki að fólk hafi áhuga á að spila hitt.
Fantasy, að mínu mati (og ég spila Fantasy, en er bara að koma mér inn í 40K), er mun taktískari, en um leið óraunverulegri en Warhammer 40.000 (“Fantasy”, go figure!), og það er talsvert flóknari leikur (líklega um þrefalt lengri reglur en í 40K) - en ekki svo mjög að það sé ómögulegt að koma sér inn í hann. Spilunin fer að mestu leiti fram með misstórum “blokkum” af hermönnum (“Form square!” ef þú hefur séð Sharpe myndir) og er stór hluti af leiknum það að kunna að snúa þeim og koma fyrir almennilega.
40K minnir meira á battle simulator, en að sjálfsögðu í Sci-fi heimi. Sveitirnar eru allar í lausari formation, en skriðdrekar, svifhjól, geislabyssur osfrv sjá um drápin. Valmöguleikarnir eru nánast endalausir (nema að þú spilir Necrons) og það ættu allir að geta fundið sér her við hæfi. Einnig er þetta ágætur tími til þess að byrja að kynna sér Warhammer 40.000 þar sem að nýtt reglusett var að koma út, sem virkar fullkomlega með öllum “gömlu” Codex bókunum (sem lýsa reglum hvers her fyrir sig).
Að lokum vil ég benda á
Warhammer.is spjallborðið, en það er talsvert aktívara borð en þetta (í raun tók WH.is borðið við af þessu, fyrir um ári síðan).