Bendi þér á tvær gamlar uppfinningar. Síma og símaskrá. Hringdu í þá og spurðu starfsfólkið um það hvað þeir hafa til sölu, ekki alla áhugamenn um borðspil. :(
Hvað meinar þú að þeir megi ekki gefa upp verð? Ertu að segja mér að þú hringir í Nexus, spyrjir hvort þeir eigi ákveðna vöru (segjum pakka af einhverjum spilum) og hvað hún kostar, og nexusmenn segist ekki meiga gefa upp verðið???
Ég trúi því ekki svo glatt, þeir eru alltaf mjög liðlegir við mig, bæði í síma og á staðnum.
Bullumsull. Varstu að spyrja um verð á einhverju ákveðnu eða mörgum litlum hlutum? Ef ég spyr hvort eitthvað ákveðið sé til, og ef svo, hvað það kosti fæ ég alltaf góð svör. Ef einhver hins vegar hringir, spyr um verð á einhverju sem hann veit ekki almennilega hvað heitir og spyr um marga litla hluti skil ég vel að starfsmenn segi viðkomandi bara að koma og kíkja í skápinn…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..