Sælinú.

Hér í dag ætla ég að ræða um neikvætt álit á Warhammer.

Á mínum fáu árum í samfélagi warhammer (sem að eru 3) þá
hef ég komist að ýmsu í sambandi við álit fólks á
Warhammer, og hér er álit sem oft erað finna í skítköstum á
huga og upphrópunum niðrí bæ: “Warhammer er fyrir nörda,
sem að eiga sér ekkert líf, það er fyrir einhverft fólk sem hefur
ekkert betra að gera en mála litla plast tindáta og leika sér
með þá á pappaborðum.”

En raunverulega er Warhammer allt öðruvísi en lýsingin hér
að ofan er, Warhammer er fyrir fólk með heila, skapandi
hugsun sem vill fá að brjótast út.

Hinsvegar getur það orðið frekar óþolandi þegar fólk (með
áhugamál eins og kunna allar bílategundir JARÐARINNAR
utan að.) Að gagnrýna mann fyrir áhugamál manns. Við látum
þeirra áhugamál í friði, svo látið okkar í friði.

Eiginlega það sem ég er að reyna að segja er að við þurfum
að hífa Warhammer upp úr þessum
feitanördaásérekkertlífmeðþreföldgleraugu polli og koma
jákvæðu áliti á þetta allt saman.

TIL VARNAR WARHAMMER!!!!
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi