Þar sem warhammer.is er í tómu tjóni, einhverjir byrjunarörðugleikar á nýja fína dýra servernum (stuuuun) þá ætla ég að skella inn úrslitum úr málingakeppni Spilafélagsins Njarðar hér.
Betra seint en aldrei. Gott að ég var ekki búinn að tæma ruslið í vinnutölvunni því þá hefðu úrslitin glatast að eilífu :)
Hér eru sem sagt nöfn manna í þeirri röð sem þeir enduðu og módelin sem þeir máluðu. Svo er bara spurning hvort Volrath er ekki til í að raða myndunum aftur eins og hann var búinn að gera áður en allt fór í klessu…
(1. Brjánn Jónasson - Vampire Counts Necromancer)
Það sem ég sagði ykkur ekki þegar ég tilkynntu úrslitin var að módelið mitt, necromancerinn, fékk flest stig. Ég gat að sjálfsögðu ekki unnið þar sem ég var að sjá um þetta svo ég fæ bara heiðurinn. Mér hefði bara þótt það svo asnalegt að standa upp til að tilkynna úrslitin og segja bara “Og í fyrsta sæti eeeeeeeeeer: ÉG! Gefið mér gott klapp…” Svo ég ákvað að sleppa því alveg ;)
Hér eru því fyrstu sætin eins og þau enduðu:
1. Theodór Hansson - 40K Inquisitor
2. Sigurður Örn Gunnarsson - 40K Inquisitor
3. Þórir Hrafn Harðarson - Imperial Officer
4. Birkir Ellertsson - Night Goblin Fanatic
5. Heiðar Vigfússon - Terminator Librarian
6. Björgvin G. Björgvinsson - Vampire Counts Necromancer
7. Kári Pálsson - Bretonnian Damsel
8. Stefán Magnússon - The Horny Chaos Lord
9. Helgi Rúnar Heiðarsson - 40K Warsmith
10. Sigurður Ingi Jóhannsson - Fabius Bile
11. Ásgeir Atlason - Gray Knight Flamer
12. Haukur Alfreðsson - Chaos Terminator
13. Sigurður Hjartarson - Beastmaster Apprentice
14. Trausti Atlason - Necron Lord
15. Bergur Þórmundarson - Saurus Scar Veteran
16. Berglind Guðmundsdóttir - Orion Radurth
17. Haukur Þór Harðarson - Stormvermin
18. Jón Guðnason - Dark Elf Assasin
Enn og aftur er rétt að þakka þeim sem tóku þátt. 19 manns er mun meira en ég átti von á í björtustu bjartsýnisköstunum! Vona bara að þátttakan verði jafn góð, eða betri, næst þegar við höldum svona keppni. Þá verður það vonandi ‘opin’ keppni þar sem menn mæta með eitt módel, alveg sama hversu stórt (eða lítið), allt frá snotlingi að risa, frá grot í landraider!
Það verður samt ekki alveg strax, en nú hafið þið sem sagt verið varaðir við, byrjið nú að converta og/eða mála!