Já; sko, mig langar til að hafa svona green horde (mig hafði lengi langað til þess, áður en ég sá herinn þinn). Með tröllum, villisvínum og dett alle hele, en mig langar samt ekki til að vera með eins her og einhver annar orkaspilari þannig að ég ætlaði að fá mér savage orc her, en þegar ég sá í reglubókinni hvað módelin eru ljót þegar þau eru saman í regimenti og allan kostnaðinn við þau sjálf (öll úr tini) þá hætti ég við.
Núna langar mig til að hafa einhvern skemmtilegan en soldið unique her. Tröll hafa mér þótt of fáséð undanfarin misseri þannig að ég vill endinlega hafa tröll í hernum mínum, þá stone-troll vegna þess að þau eru einfaldlega svo góður meatshield :p Mig langar til að hafa þau í miðjunni með hóp goblina og láta svo massa af orkum flanka andstæðinginn en spurningin er, hvernig losna ég við heimskuna úr þeim, ég er búinn að finna tvær lausnir: Hafa Greater Orc Shaman sem general og fela hann á bak við tröllinn og nota hann til að boosta leadershipið* eða ég get svissað stöðunum í hernum og haft orcana og warboss í miðju hjá tröllunum en nota wolf riders til að flanka. Þá er Warbossinn hjá tröllunum og boostar leadershipið.
Áður en þú ferð að segja hvað tröll séu of léleg þá ætla ég að minna þig á afhverju þau eru svona góð með þessari taktík (ef þau eru miðjan). Þau bryja brátt að fara fram úr hernum (með m6) og enda nokkuð fyrir framan hann, sem gerir andstæðinginn hræddan og lætur hann eyða öllu sínu púðri í tröllin, sem er einmitt markmiðið því stone trolls þola ótrúlega mikið, með magic resistance og regeneration og 3 wound, svo ætla ég að hafa þau í tveimur rönkum þannig að lengdin (og þá stærðin á “skildinum”) á tröllaregimentinu mun ekki minnka þótt eitt deyji.
Ef ég hef tröllin á milli tveggja stórra orca eða goblina regimenta eyða þau líka animosity (eða því sem gerist ef maður fær 1 og aftur 1), svo verður restin af hernum sem flanking force, með nokkra chariots með sér þannig að oft verða engir innbryðis bardagar.
Tröll eru með 3 árásir sem eru strngth 5 eða 1 automatically hit strngth 5 árás sem ekkert armour er á móti, þannig að þau eru góð á móti langflestum gerðum af infantry.
Spurningin er: Hvaða lausn á ég að nota? Eða ert þú með betri lausn (fyrir utan að sleppa tröllunum…..)?
* Hann er með einn galdur sem flýtir orkunum áfram minnir mig (er ekki með reglubókina við hendina :( ) og þar að auki er lvl 4 galdrakuklari mikið advance í 2000 pts bardögum, sérstaklega hjá orkum vegna Big Waagh! Athugaðu líka að á næsta íslandsmeistaramóti verður annualinn kominn út og forked lighting og uranos thunderbolt og slíkir ostar munu ekki virka á hann.<br><br>__________________________________________________________________________________________________
<u><b>LENGI LIFI DISKLINGURINN!!!</b></u>
<a href="
http://kasmir.hugi.is/kreoli">Kashmir</a