Jæja, þá er það orðið staðfest að við fáum salinn þann 26. og 27. júlí næstkomandi. Svo okkur er ekkert að vanbúnaði að halda okkar árlega Húsavíkurmót í Warhammer :-)
Reglurnar eru sem hér segir:
Keppt verður með 2300 stiga herjum. Leyfilegt er að hafa minna en 2300 stig, en ekki punkt yfir. Hver bardagi á að taka að hámarki 2 klukkustundir og 15 mínútur. Spilaðir verða 4 bardagar á laugardaginn en á sunnudeginum verða spilaðir 2 bardagar.
Gott fólk, ekki gleyma herlistunum heima. Ekki er síður mikilvægt að allir komi með teninga, málbönd og templates.
Nota skal eingöngu “official” herlista. Þeir herlistar sem eru aftastir í sumum bókum eru ekki leyfðir. Þeir herir sem ekki hafa enn fengið sína Army-bók skulu nota nýjustu listana, hvort sem þeir eru úr Ravening Hordes, Annual eða White Dwarf.
Ef tala spilara hittir á oddatölu skal einn sitja hjá í hverri umverð. Hann er valinn af handahófi. Sá sem situr hjá fær 17 stig.
Rétt módel verða að vera notuð. Ef þau eru ekki fyrir hendi, það er að segja ekki til í Nexus, er leyfilegt að “proxy”, en að öðrum kosti er það stranglega bannað.
Menn eru hvattir til að fylgja WYSIWYG (What You See Is What You Get) eftir fremsta megni, en þó munum við reyna að líta framhjá því eins og hægt er. En ef það er ómögulegt, endilega að láta andstæðing vita í upphafi bardaga hvernig sveitin/characterinn er vopnaður/búinn.
Dogs Of War sveitir eru ekki leyfðar, nema í 100% DOW her.
Hver spilari fær í upphafi móts 3 “Magic 7” spjöld, sem spilari má nota í stað einhvers 2D6 teningakasts. Er þá litið svo á að kastið hafi verið 6 og 1. Ekki er leyfilegt að nota spjaldið eftir að teningunum hefur verið kastað, og aðeins má nota eitt spjald í hverjum bardaga. Eftir notkun skal spilari rífa spjaldið þannig að andstæðingur sjái.
Stig fyrir bardaga verða gefin sem hér segir:
Massacre: Sigurvegari fær 20 stig, sá sem tapar 0.
Solid Victory: Sigurvegari fær 17 stig, sá sem tapar 3.
Minor Victory: Sigurvegari fær 13 stig, sá sem tapar 7.
Draw: Báðir spilarar fá 10 stig.
Stig fyrir málningu hers og Sportmanship verða gefin, líkt og hefur verið á mótunum í Reykjavík, með smávægilegum breytingum þó. Ætla ég að Copy&Paste þær reglur hér fyrir neðan, þar sem ég er allt of þreyttur til að pikka þetta allt saman sjálfur.
Stig fyrir málningu:
Gefin eru allt að 16 stig fyrir málaða herji á mótinu.
Fullmálaður her fær 16 stig. Miðað er við að lágmarki 3 liti, og að plattarnir séu málaðir og með grasdufti (flock) eða álíka frágangi í það minnsta.
Þeir herjir sem ekki eru fullmálaðir, en eru samt að einhverjum hluta málaðir geta fengið stig sem hér segir.
Talið er saman hversu margar ‘deployments’ (það er hollin sem þú setur í einu á borðið áður en bardaginn byrjar) herinn hefur í bardaga. Munið að allar vígvélar (en ekki stríðsvagnar) teljast einn hópur og allar hetjur annar. Svo er tekið hlutfall af máluðum ‘deployment’ hlutum í hernum og gefin stig.
·Ef 0-9% af ‘deploymentum’ í hernum er málað eru gefin 0 stig
·Ef 10-39% af ‘deploymentum’ í hernum er málað eru gefin 4 stig
·Ef 40-69% af ‘deploymentum’ í hernum er málað eru gefin 8 stig
·Ef 70-99% af ‘deploymentum’ í hernum er málað eru gefin 12 stig
·Ef herinn er fullmálaður fær hann 16 stig.
Dæmi: Her sem er með fjórar sveitir af fótgönguliði, tvær riddaraliðssveitir, tvær fallbyssur og tvær hetjur er samtals með 8 sveitir til að setja niður (4+2+1+1). Ef hann er með eina sveit af fótgönguliði og eina riddarasveit málaða telst það 25%, og gefur 3 stig. Ef hann er með tvær fótgönguliðasveitir, eina riddarasveit og allar hetjurnar málaðar er það 50% og þar af leiðandi 6 stig.
Spilarar þurfa að vera búnir að reikna stigin sem þeir eiga að fá fyrir ofantalið áður en mótið byrjar. Ef einhverjar spurningar vakna, þá skal koma þeim á framfæri í upphafi móts.
Eftir hvern bardaga eru mótherjanum gefin stig eftir því hversu skemmtilegur hann var. Það getur gefið frá 0 til 3 stigum fyrir hvern bardaga.
Þátttökugjald er kr. 1.000. Fjármunir munu renna óskiptir í verðlaun. Þannig að ef þátttaka verður góð má búast við glæsilegum verðlaunum :-)
Mótið hefst á laugardaginn kl. 10.00. Stundvíslega, takk fyrir.
Mæting á sunnudaginn verður kl. 11.00. Ditto.
Vonumst við eftir miklum straumi gesta utan af landi…
Ef menn eru í vandræðum með gistingu munum við norðanmenn gera okkar besta til að leysa úr þeim málum.
Mig langar til að reyna að gera þessu móti góð skil með smá commentum, viðtölum og myndum af spilurum (nektarmyndir, anyone?)/herjum, sem verða sett upp á Warhammersíðu Húsavíkurnörda. Þá geta þeir sem missa af veislunni skoðað þetta, og vonandi orðið svo hrifnir að þeir munu koma næsta ár…!
Þá er þetta komið, vonast til að sjá ykkur sem flesta.
Heyrumst,
Siggi G
Húsavík
<br><br>
www.warpchylde.iwarp.com
www.warpchylde.iwarp.com