Jæja, þá er að koma að því… þrátt fyrir mikið annríki undanfarna daga (aðallega við að sofa út og þess á milli að bora í nefið) er ég farinn að líta á mögulegar dagsetningar fyrir The Húsavík GT!

Þær tvær helgar sem mér finnast koma til greina eru 26. og 27. júlí / 9. og 10. ágúst.

Ég er nú ekki búinn að spá nægilega í mögulega útfærslu á mótinu enn, en ég fékk þá hugmynd í kollinn að hafa stærð herjanna 2300 stig í stað hinna “venjulegu” 2000 stiga.

Annað sem mér datt í hug (sem ég held að hafi nú verið á a.m.k. einu móti fyrir sunnan áður) var að láta menn fá svokölluð “Magic 7” spjöld, þar sem þú færð að breyta einu 2D6 kasti yfir í 7. Við könnumst allir (og þá sérstaklega ég, hehe!) við hversu gremjulegt það getur verið að tapa bardaga aðeins út af einu teningakasti, krítískt Leadership test í upphafi bardagans sem þýðir kannski að feitasta unitið, með hershöfðingjanum etc. ákveður að flýja út af borðinu… hér gætu menn ákveðið að nota “Magic 7” spjaldið sitt. Hversu mörg þau spjöld yrðu á ég eftir að ákveða, en var að spá í 3. stykki. Þá gætu menn notað þau í sirka helmingi bardaganna.

Þátttökugjaldið yrði hinar venjulegu 1000 krónur, sem renna óskiptar (nema ég stingi einhverju í eigin vasa?) í verðlaun.

En þetta eru bara pælingar enn sem komið er, gaman væri að vita hverjir vildu mögulega mæta og hvor helgin kemur sér betur.

Heyrumst,

Siggi G
Húsavík

<br><br>
www.warpchylde.iwarp.com
www.warpchylde.iwarp.com