Sælir Hugarar
Nú er önnur umferðin í Herförinni búin og um að gera að updatera ykkur Hugara um hvað við erum að gera af okkur, hvernig gengur og hvað verður gert næst.
-*-*-*-
Önnur umferð:
Stig: Tap – 2, Jafntefli – 4, Sigur – 6.
Árni Víkingur: 6 stig gegn Jóhann: 2 stig
Baldvin: 4* stig gegn Gunnar: 4* stig
Björgvin: 2 stig gegn Haukur: 6 stig
Brjánn: 2 stig gegn Þórarinn: 6 stig
Einar: 2 stig gegn Hákon: 6 stig
Ingimar: 4 stig gegn Theodór: 4 stig
*Vegna misskilnings gátu þeir ekki keppt svo ég viti af og telst bardaginn jafntefli þar sem það var hvorugum um að kenna.
Þriðja umferð:
Stig: Tap – 3, Jafntefli – 6, Sigur – 9.
Árni Víkingur gegn Theodór
Baldvin gegn Jóhann
Björgvin gegn Brjánn
Einar gegn Þórarinn
Gunnar gegn Hákon
Ingimar gegn Haukur
Umferð tvö fór fram í þessari viku. Á meðfylgjandi blaði má sjá hver á að spila við hvern í umferð númer þrjú, og hversu mörg stig fást fyrir sigur, jafntefli og tap. Fleiri stig eru í pottinum í þessari umferð en í þeim síðustu, og munu aukast í hverri umferð.
Þetta er gert í tvennum tilgangi. Annars vegar til að allt geti gerst á lokasprettinum, og hins vegar til að nýjir spilarar sem missa af byrjuninni geti samt verið með og átt möguleika á að ganga vel. Þó eru þeir sem hafa verið með frá upphafi í sterkari stöðu og því sigurstranglegri.
Enn hægt að bæta við spilurum!
Þeir sem ekki hafa enn tekið þátt eru ekki of seinir að vera með. Þeir ættu helst af öllu að skrá sig með því að hringja í mig (Brján), eða senda mér tölvupóst. Einnig er hægt að mæta á fimmtudagskvöldið í spilasal Nexus og skrá sig á staðnum, en þá er möguleiki á að enginn andstæðingur mæti.
Nýjir spilarar verða þó að sætta sig við að ef fjöldi spilara stendur á oddatölu einhverja vikuna eiga þeir sem hafa verið með frá byrjun forgang.
Svo er bara að minna á að það kostar ekkert að vera með, og Nexus býður upp á vegleg verðlaun fyrir þá sem verða í efstu sætunum.
Bardagi þessarar viku
Í hverri viku verður spilað mismunandi tegund bardaga (scenario) á móti nýjum andstæðingi. Í síðustu viku var spilað breakthrough scenario sem gekk vonum framar. Meira að segja Chaos Dwarfs tókst að brjótast í gegnum þungvopnaða varnarlínu dverga!
Í viku þrjú verða spilaðir tveir bardagar! Fyrri bardaginn verður 250 pt bardagi (já, það er rétt, 250 pt!) sem er eins konar ‘skirmish’ bardagi sem hefur áhrif á aðal-bardagann, sem verður 2000 pt Pitched Battle.
Í minni bardaganum senda herjirnir út léttvopnaðar sveitir og njósnara til að reyna að taka mikilvæga hæð, nóttina fyrir stórorrustu. Notað er scenarioið sem fylgir hér með. Sá aðili sem vinnur minni orrustuna fær hæðina sem barist var um sem auka-terrain á borðinu í stærri bardaganum.
Í stærri bardaganum er herjum stillt upp eins og venjulega, og þegar búið er að stilla upp öllum sveitum nema scouts setur sá sem vann minni bardagan hæðina sem hann náði á sitt vald inn á borðið einhversstaðar annarsstaðar en í deployment svæði andstæðingsins. Þannig sést hvernig hann nýtur taktískra yfirburða eftir sigur næturinnar. Ef einhverjir hermenn eru þar sem spilarinn vill setja hæðina eru þeir settir upp á hana og má stilla þeim aftur upp eins og hentar á hæðinni (jafnvel þó þeir færist úr stað).
Á meðfylgjandi blaði má sjá hver á að berjast við hvern, og á stigatöflublaðinu má finna símanúmer og netföng hjá flestum spilurum. Þeir sem eru ekki með skráða síma ættu endilega að skrá þá á blaðið. Ég sendi SMS í alla símana sem eru skráðir* til að láta vita hvenær allir bardagar eru búnir og ég er búinn að hengja upp næstu andstæðinga og scenario.
*Biðst afsökunar en ég hef greinilega ekki tekið rétt niður númerið hjá Baldvin, AFTUR og bið hann að hafa samband við mig svo ég geti gert það rétt. Allt er þá þrennt er og allt það…
Endilega verið í sambandi við andstæðinginn ykkar í þessari viku og finnið hentugan tíma til að berjast. Endilega reynið að nota fimmtudagskvöldin ef þið getið til að fá smá stemmingu í þetta!
Öllum fyrirspurnum, athugasemdum og nýjum skráningum á að beina til Brjáns í síma 696-1305, með netfangið brjann@talnet.is.
-*-*-*-*-
Staðan eftir aðra umferð (í stafrófsröð):
Árni Víkingur 7 stig
Baldvin 7 stig
Björgvin 3 stig
Brjánn 5 stig
Einar 5 stig
Gunnar 5 stig
Haukur 7 stig
Hákon 7 stig
Ingimar 7 stig
Jóhann 3 stig
Theodór 7 stig
Þórarinn 9 stig
Það er því Þórarinn sem leiðir eftir aðra umferð, en fast á hæla honum koma þó nokkuð margir spilarar með aðeins tveimur stigum minna en hann!
-*-*-*-
Og að lokum skirmish scenarioið sem verður spilað þessa vikuna:
Skirmish: Take the High Ground
Overview: In this scenario the two armies send out scouts and small numbers of troops in the middle of the moonlit night in an attempt to capture an important hill. The hill is an ideal place to hold and defend, as well as giving an important overview over the battlefield at first light.
Battlefield: The battlefield should be 4’x 4’ with a large hill in the centre and a decent amount of other terrain in the vicinity. The hill should be topped with a few trees and possibly a wall or a house.
Armies: Players should select armies using 250 pt. They must include one hero-level character to lead the force and may only upgrade one model in the army to a champion. No magical items can be used, and if the character selected is a spellcaster he must not buy any level upgrades and must select the basic spell from his lore.
As the army represents light (and ultimately expendable) troops the following rules apply:
1. There must be at least two models on foot for every mounted model.
2. No banners or musicians may be bought.
3. No warmachines may be selected. Ratling guns and warpfire throwers are considered warmachines for these purposes.
4. No chariots may be selected.
5. Only one special unit may be selected.
6. No rare units may be selected.
All infantry units will skirmish, and must have at least three members. Cavalry units may not skirmish but must be at least two models strong. No unit will ever get rank bonuses.
Deployment
1. The players roll a dice each, highest scorer is allowed to choose a table edge.
2. Each player rolls a dice and the highest scoring player may decide to begin deploying first or second.
3. Taking it in turns, each player deploys one unit a time, no further into the table than 6”.
4. The character is deployed last.
5. Units with special deployment like Tunnelling, It Came From Below, Ambush or Underground Advance cannot use that special deployment in this battle. They must be deployed as normal units.
6. Scouting units are deployed with the rest of the units but may deploy up to 12” into the table to represent their stealthy advance.
Who goes first? Both players roll a dice. The player who scores higher (re-roll ties) may choose to go first or second.
Length of game: The game lasts for a randomly determined number of turns. At the end of the 4th turn roll a dice. On a 3+, play another turn. At the end of the 5th turn roll again. On a 5+, play another turn. The game will end at the end of the 6th turn, if it has not ended before that time.
Special Rules: The hill which the armies fight over is considered Very Difficult Terrain for all cavalry models (and other models on a cavalry base) due to a combination of wet ground, rubble and darkness. This will only apply for this skirmish, not the battle the following day!
Victory conditions: The objective of the skirmish is the hill in the centre of the table. At the end of the game, the force with the most models on the hill wins. In case of a tie, the force with the troops with the most point cost on the hill wins. If no troops are on the hill at the end of the game the battle is a draw and neither army receives any benefit in the following battle.