Það er rétt Siggi ég er kominn til byggða þökk sé klaufaskapnum í mér. Ég held að þú þurfir ekki að hafa neina áhyggjur af því að komast þarna uppeftir á fjallatíkinni þinni Brjánn, það hafa sést nokkrir fólksbílar þarna uppfrá en ef þér er hinsvegar mjög annt um bílinn þá mundi ég fara á alvöru jeppa.
Aðstaðan er til fyrirmyndar þarna uppfrá. Við erum með nóg af smiðum sem væru ekki lengi að redda nokkrum spilaborðum fyrir okkur og svo er hægt að nota hreindýramosa og spítu afganga sem terrain. Ég veit hinsvegar ekki alveg viss með gistinguna, ef menn sætta sig við að sofa á gólfinu væri það lítið mál eða taka bara tjaldið með sér og finna sér einhvern grasbala til að tjalda á. Veðrið hefur samt verið svo gott síðustu daga að vel mætti hugsa sér að sofa undir beru lofti en menn verða að muna að taka nóg af sólarvörn með sér því það eina sem hefur hrjáð mannskapinn hingað til er sólbruni.
Ef þetta leggst hinsvegar illa í menn er Siggi ábyggilega farinn að plana Húsavíkur mótið í sumar. Það er eflaust aðeins minni fyrirhöfn að komast þangað.
Maggi
Húsavík