Við vorum 12.
Ég (með Chaos Dwarfs) lenti á móti Baldvini (Chaos Undivided) og fékk skrýtnustu teningaköst sem ég hef lengi séð. Bardaginn endaði með Minor Victory honum í hag.
Gunni T og Þórarinn voru á næsta borði með Skaven og Lizardmen. Þrátt fyrir rottulega tilraun náði Gunni ekki að drepa alla þessa Saurus hans Þórarins, og var slátrað.
Brjánn (Greenskins) fékk siðan að sýna dvergunum hans Jóhanns merkingu orðsins WWWWWAAAAAAGGGGGGHHHHHH!
Einar (Wood Elves) notaði Chaos herinn hans Hauks sem skotæfingu.
Síðan voru tveir bardagar þar sem ég þekkti engan: Empire & Dark Elves, þar sem Dark Elves voru þurrkaðir út, og Vampire Counts á móti Dwarfs, þar sem mjög tvísýnt var um úrslitin þegar ég fór heim.