Crystal targetting matrix leyfir manni að færa sig … skjóta … og færa sig svo aftur. Þetta er samt bara talið sem eitt move þannig að ef þú ætlar að skjóta úr einu vopni þá má heildarlengdin á move-inu ekki vera lengra en 12“, tveim vopnum 6” (bara eins og venjulega fyrir fast skimmer). Þetta er aðallega notað í þeim tilgangi að setja á tæki og geyma þau bakvið cover out of sight og skjóta svo einu sinni í turni. Virkar mjög vel fyrir vypers og fire prism en það er bara mat hvers og eins hvort þetta sé þess virði fyrir falcon. Til að útskýra þetta nánar þá sem dæmi erum við með Vyper með bright lance og crystal targetting matrix… stillum honum upp bakvið vegg. Í movement phase-inu þá hreyfum við vyperinn 6“ og gægjumst framhja veggnum. Svo skýtur hann úr bright lance, færir sig svo aftur 6” til baka og stoppar þar, vel falinn fyrir öllum. Heildarvegalengdin sem hann hreyfði sig var 12“ og þar af leiðandi mátti hann bara skjóta úr einu vopni. Þetta gefur farartækinu ekki möguleika á því að hreyfa sig tvisvar , þ.e.a.s. færa sig 24” og svo aftur 24“ eða eitthvað álíka fáránlegt. Vyperinn hefði heldur ekki mátt skjóta ef hann hefði hreyft sig 12” fyrst og svo ætlað að hreyfa sig aftur. Heildarvegalengdin má ekki fara lengra en 12" ef maður ætlar að skjóta. Margir hafa líka verið uppvísir að því að nota crystal targetting matrix til þess að mæla út vegalengdir fyrir guess weapons(d-cannon,shadow weaver) en það er á mjög dokkgráu svæði og á ekki að vera leyft. Það sem ég hef gert er að færa mig bara hálft move í movement phase… skjóta í shooting phase á eftir guess weapons og færa mig svo eftir það. Sem sagt … meginmálið er … þetta er gott til að halda aumu farartækjunum okkar á lífi…
Þegar ég byrja þá get ég ekki hætt.