Þetta er alveg hörmulega algengur misskilningur, enda mættu GW menn setja þetta skýrar fram. Allur þessi misskilningur af því að þeir slógu tveimur töflum saman.
Fjöldi charactera er ákvarðaður þannig:
1) Kíktu á töfluna fyrir þinn her (þær eru allar alveg eins svo það skiptir engu máli)
2) Dálkurinn lengst til vinstri segir þér í eitt skipti fyrir öll hversu marga characters þú mátt hafa allt í allt í hernum þínum. Í allt að 1999 pt eru þeir 3, í 2000-2999 pt herjum eru þeir 4. Þú MÁTT EKKI hafa fleiri characters en þetta. Punktur.
3) Næstu tveir dálkar er það sem ruglar margan manninn, líka reynda spilara sem eiga að vita betur ;) Þetta sýnir hámark af hvoru fyrir sig, lordum og hetjum. Þessa tvo dálka á ekki að lesa saman heldur sitt í hvoru lagi. Af þessum 4 characters sem þú mátt vera með í 2000 pt her má í mesta lagi 1 vera lord, og í mesta lagi 4 vera hetjur, en aldrei fleiri en 4 characters.
4) Líttu á dæmið fyrir neðan, þar er yfirleitt tekinn 2500 pt her. Hann er með 4 hero slots. Hann má taka 1 lord og 3 hetjur EÐA engan lord og 4 hetjur.
Þetta er alveg skýrt og lógískt en menn gátu samt sett það svona illa upp hjá GW.
Svarar þetta spurningunni eða er enn eitthvað óljóst?
Brjánn