Sælir Borðaspilarar.

Ég er í vandræðum með að lakka módel. Eftir að ég komst að því að þetta væri til þá labbaði ég niðrí Nexus (eftir að hafa ferðast í marga klukkutíma) og keypti mér krukku af “Gloss Varnish”.
Þó að ég hafi gert mér grein fyrir því að orðið “Gloss” var þarna, en ég hélt að það myndi nú ekki skipta miklu máli.
I was wrong.
Núna leit módelið út (bara Imp sem ég nota til að fikta með) eins og…einhver súper-squeeky-shiny kall.
Og það lítur ILLA út (eins og þið vitið).
Hvað á ég að gera?
Þarf ég bara að sætta mig við það að kallarnir verða bara að vera shiny ef þeir eiga ekki að rispast? Eða eruð þið með einhver önnur lökk eða trix sem ég get notað?

Note: Ég hef notað eitt trix fyrir gaura sem ég hef ekki efni á að séu eitthvað að rispast sí sona (special gaurar sem ég hef lagt mikla vinnu í).
Þá málaði ég módelið í þeim lit sem er mest af á því, og glossaði það síðan. Eftir að það var búið skellti ég restinni af litunum á módelið.
Þannig að ef stærstu fletirnir rispast eitthvað þá er lakkað undirlag.<br><br>“See you on the flipside”

PrOtOcoN