Brjánn skrifaði:
“Það þýðir nú ekki að nöldra innan við sólahring eftir að þú sendir linkinn. Sumir eiga sér líf (ekki ég að vísu, stun…) :)”
**Það er líklega rétt hjá þér, Brjánn, en þú veist líka að ég er bara gamall, bitur maður :-) Nöldur is my middle name!
og: “Og gersamlega HATA pop-upin, þau draga úr skoðunargleði um 73,65% :D”
**Jamm. Það er fátt sem ég get gert í því, er bara fátækur blesi, tími ekki að kaupa mér pláss hjá einhverjum. Því miður fylgir svona fríum síðum alltaf þetta bévítans bull. Ekki skil ég þetta, halda þessir menn virkilega að þeir fái viðskipti út á þetta? Ég veit ekki með ykkur, en ég held það síðasta sem ég myndi gera eftir að hafa fengið sama pop-upið nokkrum sinnum, væri að versla við þessa andskota! En, c´est la vie.
Protocon (sorry, veit enn ekki hvað þú heitir) skrifaði:
“Já ég var að taka eftir skaftinu (skaptinu? Arrgg) á ljáinum. Gerðiru þessi ghostly andlit sjálfur? eða skulpatðiru inn fyrirliggjandi andlit?”
**Já, þau eru í rauninni mjög einföld, þú ert ekki nema 10-20 sekúndur með hvert þeirra. Gera þetta bara með nál, bleyta vel, fyrst augun, svo örlítið nef og að lokum munnur. Allt eru þetta bara holur, misstórar :-) Það var aðeins meira mál að gera timbur-effectið undir, en það tókst bara ótrúlega vel IMO.
Allavega miðað við aldur og fyrri störf :-)
Gorkamorka skrifaði:
“Ég var hreinlega orðlaus. Átt ekki til stakt orð yfir þessu. ;-]”
Takk fyrir þetta, alltaf gott að láta nudda egóið!
Ég skal ekki nöldra meira yfir litlum viðbrögðum, þetta er orðið miklu betra. Nú er ég sáttur :-)
Heyrumst, og sjáumst á laugardaginn eða sunnudaginn!
Siggi G
Húsavík
<br><br>
www.warpchylde.iwarp.com