Svona er þetta, félagi. Málið er að Warhammer (ásamt fleiri áhugamálum, (Role-playing, tölvuleikir o.fl) er ekki “viðurkennt” áhugamál. Mér hefur fundist að ef þú hefur ekki áhuga fyrir íþróttum, veiðum eða bílum að þá er ekki allt í lagi með þig.
Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður að því “Hvað er þetta? Er þetta svona tindátaleikur?” Og ég svara bara já, orðinn leiður á því að reyna að útskýra út á hvað þetta gengur.
Hvað þá að ég reyni að útskýra hvaða undarlega þörf það er að eyða tugum klukkustunda í að mála einn “tindáta”.
Og ekki byrja á því að minnast á þeim augnaráðum sem ég fæ, vegna þess hve þroskaður ég er :-) Maður á miðjum aldri eins og ég á ekki að hafa svona áhugamál, það er nokkuð ljóst, hehe!
En það er orðið nokkuð síðan ég hætti að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Ef menn skilja ekki hvað er í gangi og finnst þetta asnalegt eða “nördalegt”, þá þeir um það. Ég ætla mér ekki að reyna að hafa áhrif á þá. Það eru vissir hlutir sem maður getur ekkert gert við, nefnum áhugamál, tónlistarsmekk, útlit og stjórnmálaskoðanir :-) Það er alveg sama hversu mikið er “rökrætt” um hvað sé betra en hitt, þú breytir fólki ekki með sleggjudómum.
Anyway, orðið lengra en ég ætlaði, brennur greinilega á mér!
Heyrumst,
Sigi G
<br><br>
www.warpchylde.iwarp.com