Takk fyrir commentin! Aðeins að svara nokkrum hugleiðingum.
Dengar skrifar:
“Varð ekki alveg jafn hrifinn af lordinum en hann sést líka illa, sá ekkert beint Nurgle look á honum. Bara gyllt og svart, módelið sjálft virtist samt flott, armourið og það.”
og Brjánn skrifar:
“Lordinn á hestinum sést ekki of vel á þessum myndum svo nó komment þar! Ég er samt smá skeptískur á litavalið á brynjunni á hestinum hans, ekki mjög nurglý finnst mér. En það er þá annað hvort myndavélin eða minn smekkur! En brynjan sjálf (skulptið) kemur mjög vel út.”
Lordinn er ég bara rétt að byrja að mála. Það blekkir ykkur eflaust (ásamt myndgæðunum) að þetta er grunnliturinn sem ég nota á allann herinn (Camo Green + Bestial Brown) Svo á ég eftir að gera hann svona Nurgly-looking og hann verður basically í sama lit og allir hinir. Þar miða ég við að þetta líti svolítið út eins og útskitinn steinn, þið vitið, eins og í fuglabjargi eða þessháttar :-)
Gott að þið eruð ánægðir með litinn á hernum. Hann er reyndar grænn, en svona eins og skítugur grænn, ef þið skiljið.
Myndirnar skila þessu ekki alveg.
Brjánn skrifaði einnig:
“Ertu sem sagt búinn að gefast upp á að hafa feitan daemon prince til að leiða herinn þinn? Eða langaði þig bara að gera módelið?”
Ég ætla svona að hafa fleiri möguleika opna. Gott að geta kannski valið sér bara Chaos lord sem hershöfðingja. Svo langaði mig líka bara að reyna að gera flott módel. Kemur í ljós hvernig það verður í endann. En Daemon Prinsinn er alltaf heitastur í hershöfðingjasætið :-)
Kreoli skrifaði:
“VÓ! Ég get svarið það að ég hélt að þetta væri 'Eavy Metal :O”
Takk fyrir þetta, Kreoli. Þetta var mjög rausnarlega sagt af þér, en ég verð nú að viðurkenna að ég á það ekki alveg skilið :-)
En þakka þér samt.
Takk fyrir svörin.
Heyrumst,
Siggi G
Húsavík
<br><br>www.warpchylde.tk
www.warpchylde.iwarp.com