Þessi bogakalla könnun sem er í gangi núna fékk mann soldið til að hugsa. Hver af þessum core-bogaköllum er bestur. Maður getur strax útilokað crossbowmennina hjá Empire og Dorfs því þeir eru ekki með neina sérstaka spesial reglu og báðir með BS upp á 3 og stand or shoot. Svo eru það álfarnir, Há á-lfa bogamenn eru lélegri allavega heldur en Myrk álfa reapeter lásabogamenn, þessir tveir drífa jafn langt* og eru með jafn mikið í strength og BS en Myrkálfurinn hefur þann góða kost að geta skotið 2 örvum í einu og þar sem hann er með 4 í BS er það fjandi gott. En álfar eru svo lélegir í návígi að það dregur þá niður og þeir eru líka rándýrir í punktum!
Svo eru það Dwarf Handgunners og Empire Handgunners. Ok, Empire Hand Gunners drífa 1-6 tommum lengra en dwarf handguners í fyrsta skotinu. Þessi regla virðist ekki vera neitt merkileg. En þetta er ein af vanmetnustu reglum warhammer-spilsins. Fyrsta skotinu er oftast hleypt af þegar óvina herinn er sem lengst frá og þá kemur þessi regla oft sér vel. Svo má ekki gleyma hinni frábæru Detatchment reglu** og það að þeir eru hræódýrir. Dverga byssyskytturnar eru hins vegar ekki með move or shoot regluna sem gerir þá sveiganlegri en empire byssuskytturnar, dvergar eru samt bara með 3 í movement sem dempar þessa reglu töluvert. Dverga byssuskyttur bæta einum við kastið sitt til að hitta ef þeir eru í stuttu færi (short range). Svo kemur það sem gerir dvergana mun frábrugðnari öðrum bogaköllum í þessari könnun, þeir eru langbestir í návígi af þessum öllum. Það er ótrúlegt hvað eitt thundera-unit getur haldið út lengi. Maður getur látið þá fá heavy armour og skjöld og þá fá þeir 3+ armour save í návígi, svo eru þeir með 4 í toughness og 4 í ws.
Handgun er geysiöflugt vopn sem er mikið öflugara en boginn að mínu mati. Styrkur byssunnar bætir þannig upp lágt BS hjá öllum þeim sem nota hana.
Svo eru það Khemri. Ég hef reyndar ekki lesið allar reglur fyrir þá en ég veit að þeir eru með eina góða sérreglu sem ég veit ekki alveg hver er (er það ekki að fá engan mínus fyrir að hreyfa sig). Þeir eru samt varla bestir þar sem er auðvelt að drepa þá í návígi og ég trúi því ekki að GW hafi gert SKELETONA að bestu bogaköllunum í Warhammer. Skeletonar hjá Wampire Counts kosta 8 punkta og þegar maður bætir við boga og sérreglu gæti ég trúað að Khemri boga“maður” kosti yfir 10 punkta. Þar er sem sagt verið að eyða punktum í eitthvað fear og rugl.

Það er erfitt að gera upp á milli en ættli það sé ekki Empire Handgunnerinn sem fái fyrsta sætið. Hann vinnur best með hernum útaf því að first shot reglan passar vel með hernum (standa og skjóta her) og detachment reglan bætir vel upp annars hinn auma empire hermann í návígi. Þeir eru líka ódýrir, það er ekkert að vera að eyða punktum í einhverja þrjósku eins og hjá dvergunum eða þá fear eins og hjá Khemri.
Mitt lokaorð er sem sagt; Empire Handgunner, ekkert bruðl.


* Ég veit ekki hvort HE bogakallar eru með longbow eða venjulegan. Ef þeir eru með longbow þá eru DE og HE bogakallar jafngóðir að mínu mati.
** Detatchment reglan er regla allir state troops hjá empire hafa, en hún gerir byssuskyttunum kleyft að skjóta á óvin sem gerir áhlaup á eitt ákveðið unit (sem maður ákveður fyrir bardagann). Detachment reglan er mun stærri og býður upp á fleiri möguleika en þetta en ég nenni ekki að útskýra hana núna.<br><br>__________________________________________________________________________________________________
Ég er að safna udirskriftum fyrir áhugamál um <font color=“blue”>klassíska tónlist</font>, sendu mér skilaboð ef þú villt að ég bæti þér á listann.
Núna eru komnir <b>75</b> á listann