Ég var að spá, er eitthvað lið í warhammer sem er eitthvað afgerandi of gott eða of lélegt.
Þegar maður hugsar um of lélegt lið þá hugsar maður strax EMPIRE en er það satt? Ég hef líka heyrt að Vampire Counts séu of lélegir í bördugum sem eru minni en 2000 punktar. En svo hefur fólk verið mest ðanöldra útaf dark elfum, þetta eru alveg þvílíkt flott módel og það er mjög gaman ða mála þá en ég veit um alveg ótrúlega marga sem hætta svo að safna þeim eftir að á orrustuvöllinn er komið.
Svo eru það lið sem talin eru of góð, þar eru Lizardmen í farabroddi en Chaos Warriors fylgja þeim fast á eftir. Ég safna lizardmen og ég viðurkenni það að þeir eru of góðir, þeir eru reyndar með lágt initave en það virðist vera sá eini, já þeirra eini galli. Saurusar eru bara einum of sko, core unit með 2 árásir og svo, mega þeir hafa spjót líka þannig að útkoman verður oft þannig að maður fær hérna 21 strngth 4 ws 3 árásir, sem ég tel vera of gott (svo safna bæði Kai og Þórarinn þeim, go figure :þ).
Chaos, hmmmm þeir eru með cavalry sem hefur 5 í strenth, 3 árásir hver kall og er með 2+ armour save og svo er það CORE! Chaos eru líka með asnalega ódýra chaos hounds sem eru góðir til að setja fyrir framan ofur knightana sína, taka af þeim frenzyið og voila, gefa flank charge á óvininn, svo hefur maður slatta af dragon ogres í miðjunni sem klára síðan óvininn. Knightarnir og hundarnir sjá um core-ið. Chaos eru líka með bestu flying unit í leiknum, eða screamers of tzeentch.
En allavega, ég vil alveg endinlega fá YKKAR álit, því markmið þessa korks er að skapa smá umræður á deyjandi áhugamáli :)
p.s. þetta er korkur (ekki grein) vegna þess að þeir eru þægilegri fyrir umræður.<br><br>__________________________________________________________________________________________________
Ég er að safna undirskriftum fyrir áhugamál um <font color=“blue”>klassíska tónlist</font>. Ef þú vilt að ég bæti þér inná listann sendu mér þá skilaboð.