Nýju skinkurnar eru allt í lagi, ekkert meira en það.
Cameleon-skinkurnar finnast mér því miður bara asnalegar, minna mig einna helst á Kermit the frog!
Saurusarnir eru ágætir, nema hvað ég varð fyrir vonbrigðum með að þeir virðast allir eins, sami hausinn, sama stellingin, það eina sem virtist vera hægt að skipta um var vopnið. Er þetta ekki skref afturábak með regiment-boxin?
Kroxigorarnir… að sumu leyti lýst mér vel á þá, að öðru leyti ekki, ekki alveg nógu massaðir og sumar stellingarnar eru frekar undarlegar.
Salamanders. Það litla sem ég hef séð af þeim er ekki nógu gott, að mínu mati.
Slanninn kom skemmtilega á óvart. Ómálaður leit hann út eins og misnotaður hamstur, en svo þegar ég sá hann málaðan þá leist mér strax betur á.
Kappinn á Carnosaurnum er bara flottur. Ekkert meira um það módel að segja…!
Temple-guards hef ég ekki séð, hafið þið séð myndir af þeim?
Allavega, sumt er gott, annað ekki. C´est la vie :-)
Heyrumst,
Siggi G
Húsavík<br><br>www.warpchylde.tk
www.warpchylde.iwarp.com