Inquisitor er enn eitt dæmið um ‘18 month wonder’ spil sem GW gefur út. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að spila það ekki:
-Kallarnir eru um 54 mm á hæð, sem þýðir nýtt terrain fyrir þá sem þú getur ekki notað í neitt annað.
-Hver kall kostar hrúgu af peningum.
-Kerfið byggir upp á því að byggja upp sína kalla, allt sem þeir eru með á að sjást á módelunum. Sem þýðir að jafnvel þó að þú sért búinn að converta þessu líka fína módeli þá getur þú lent í því að eitthvað breytist við það (byssan hans týnist, missir handlegg eða eitthvað álíka, OK, ýkt dæmi) og þá þarft þú annað hvort að ráðast á módelið þitt með klippum og sög, eða mála nýtt.
-Til að converta svona köllum þarf alveg nýja ‘bitz’ sérpantaða frá GW. Það er ekki hægt að nota allt þetta drasl sem til er í bitz boxum 40K spilaranna…
Bara nokkrir gallar. Ég er þess allavega fullviss um að þetta hefði alveg gengið ágætlega (í þann tíma sem það er supportað) ef módelin hefðu verið á sama skala og warhammer 40K módelin eru.
Mér skilst á Júlla að Nexus hafi keypt um 15-20 módel og sé rétt núna búinn að selja síðasta. Og það eru bara gaurar sem langar að mála eitt og eitt flott módel sem keyptu, skilst mér…
Brjánn