Hugmyndin og sagan á bak við Chaos er alveg hreint frábær. Þemað á bak við herinn er þetta: Þeir eiga að vera bestir í hand-to-hand, en ekki að hafa neitt shooting á móti. En það er nóg til af vandamálum í hernum….
Sem Fantasy her hefur Chaos alltaf verið gallaður. Í 3rd Edition höfðu þeir einn galdur sem gat summonað cirka 1000 pt af Daemons! OG þeir gátu notað græjur úr Warhammer 40K! Hvað eiga Empire, Dwarfs og Skaven roð í Meltagun? Í 4th edition var herinn held ég skástur: Herinn var fjölbreyttur, hafði reyndar eina sveit sem gat tekið boga, og hafði nokkra stóra veikleika, eins og Daemonic Animosity og Chaos Gifts.
Daemonic Animosity þýddi það að ef Daemons af mismunandi guðum voru innan við 12“ af hvor öðrum, var mjög líklegt að þeir reyndu að slátra hvor öðrum. Þetta gat orðið sérstaklega erfitt með Bubba….:)
Chaos Gifts voru ein besta hugmynd sem ég man eftir í Warhammer, en var ekki sérstaklega vel framkvæmd. Chaos spilarinn hafði 48 spil, og í byrjun hvers turns dró hann tvö spil. Meirihluti þeirra gaf tímabundin áhrif á annað hvort sveitir eða characters. Nokkur þeirra voru slæm, eins og Cosmic Duel, sem þýddi að einn character skrapp aðeins frá til að spila snóker fyrir Guðinn sinn, Eternal Labour, sem þýddi að einn character fór að grafa skipaskurð, og síðan Chaos Spawn, sem gerði einn character að Framsóknarmanni, með öllu meðfylgjandi….;)
Þessi Gifts gerðu Chaos herinn ”Chaotic". Þú vissir aldrei hvar þú hafðir hann. Þú gætir verið að berjast við Beastmen þegar einn þeirra allt í einu fékk Breath Attack! Eða að eitt módel mátti fljúga í þessu turni! (Fljúgandi Dragon Ogre! Ouch!)
Stærsta vandamálið við Chaos í 4th ed var að ómögulegt var að gera Beastman-her eða Daemon her, þar sem þú varst alltaf að hafa Chaos Lord sem hershöfðingjann þinn. Og hann kostaði 305 pts! Semsagt, takmarkaðir möguleikar með mikið úrval.
Chaos í 5th edition áttu að vera lausnin á þessum vanda. Í staðinn fyrir að byggja herinn upp á prósentum eins og var gert þá, var notað svokallað Retinue-kerfi. Þú keyptir einn character, reiknaðir út punktakostnaðinn hans og síðan þurftir þú að kaupa sveit(ir) sem að minnsta kosti jafngildu kostaðinum. Á meðan meira frelsi fékkst út úr hernum varð herinn enn fámennari. Ég sá einn 2500 pts her sem var tveir characters og tvær sveitir! Það var ekki pláss fyrir meira! Chaos í 5th Edition gat ekki orðið neitt markverður her fyrr en maður var kominn upp fyrir 3000 punktanna.
Chaos í 6th edition byrjaði sem allt of ódýr her. Chaos Warriors áttu spilið! En síðan kom Army-bókin og lagaði það. En eyðilagði næstum því allt annað í leiðinni. Daemonic Animosity? Horfið. Chaos Gifts? Horfnar? Og allur þessi tími í að byggja upp Core/Special/Rare kerfið og síðan kemur einn her sem gefur skít í það allt saman! Gav Thorpe, þú ert hálfviti!
Daemons hafa í meira en áratug verið staðlaðir: Maður vissi hvar maður hafði þá frá kerfi til kerfis. Þeir voru meira að segja eins í bæði Fantasy og 40K í næstum 8 ár. En síðan kemur Gav, segir að Daemon Cavalry sé asnalegt og hendir því út, sumar Daemon-týpur séu asnalegar og skuli verða að mountum fyrir characters eða Chaos Spawn! Núna er svo mikið ójafnvægi í Daemons fyrir hvern guð fyrir sig að það er hlægilegt. Slaanesh Daemon her er einhæfasti her í heimi! Daemonettes og….búið.
Og Daemon Instability er smá bilað, en auðvelt að laga. Bara að plúsa +1 LD við ALLA Daemons í bókinni, og þá er það komið í lag.
En að gera bestu riddara leiksins og besta Chariot leiksins að Core…það er óafsakanlegt. Og annað markvert sem gerðist. Í 3 edition hefur Khorne ráðið ríkjum sem besti Chaos-guðinn. En nú hefur Tzeentch tekið við. Á móti vel skipulögðum Tzeentch-her eiga eingöngu High Elves og Lizardmen roð í þegar kemur að Magic. Allir aðrir herir deyja drottni sínum. Oftar en einu sinni. Í sama bardaganum.
En herinn hefur sína galla, og núna eru Beastmen að koma og taka þá galla í burtu! Er ekki eitthvað að? Ég skal segja ykkur strax: Það þarf að laga Chaos-herinn. Það hefur ALLTAF þurft að laga Chaos-herinn. UNDANTEKNINGALAUST í hverri Edition hefur Warhammer verið talið sanngjarnt á alla vegu…þangað til Chaos bókin fyrir hvert Edition kom út. Þá voru herirnir sem komnir voru allt í einu orðnir máttlausir og herirnir sem á eftir komu urðu sterkari og sterkari.
Þetta er vinsælasti herinn í Warhammer Fantasy, og GW hefur ekki tekist í 12 ár að gera hann almennilega. Ég gæti gert betur, og ég meina þetta.