Er einhver hér sem hefur prófað eða hefur áhuga á Warhammer Ancient Battles? Eða öðrum sögulegum borðspilum, fornöld, Napóleontíma, seinni heimstyrjöld? Bara spyr, ég bý í útlöndum núna og hér eru sögulegir borðleikir vinsælir.
Afhverju helduru að það sé engin grundvöllur fyrir WAB? Ef eitthvað sögulegur borðleikur á sjens væri það WAB af því svo margir þekkja WHFB. Stutt þarna á milli. Vandamálið er að GW framleiðir ekki kalla fyrir þessar reglur, þá verður að kaupa frá hinum og þessum, t.d. Wargames Foundry. Persónulega finnst mér bara meira farið í að fylkja rómverkum legionum eða grískum stórskjöldungum heldur en grænum goblingum. Held ég sé að verða of gamall eða eithvað….
Vandamálið sem ég sé er einkum það að það þarf að panta módelin utanfrá. Einnig það að þessi leikur höfðar oftast miklu meira til ‘eldri’ spilara, sem eiga það til að hverfa í barneignir og vinnu hér um slóðir ;)
En ég er í sjálfu sér spenntur fyrir þessu EF það yrði eitthvað af liði sem nennti að spila þetta reglulega. Ekkert vit í að safna og mála hundruðum persa eða álíka ef enginn vill spila við þá…
Sé alveg vandamálið. Það þarf átak til að koma þessu af stað, spilarar kæmu flestir úr WHFB held ég sem væri ekki vinælt hjá þeim sem selja og styðja GW á íslandi, nema þeir færu að flytja inn og selja stöff fyrir WAB. En það væri soldið eins og að keppa við sjálfan sig. Oh well, kanski maður sofi á þessu fram á sumar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..