Að öllu leyti rétt hjá þér, Brjánn.
Ég hef líklega verið frekar neikvæður í mínum fyrri pósti.
Málið var að ég hélt að þetta væri alveg “geðveikur” her, samkvæmt viðbrögðum manna, bæði hér og á WPF Forum. Einhver þar úti sagði að þetta væri “flottasti her sem hann hefði nokkurntímann séð” (svona u.þ.b. orðrétt…)
Svo ég hélt að þarna yrði nú aldeilis um augnakonfekt að ræða :-) Því urðu vonbrigði mín svo mikil að ég fann mig knúinn til að lýsa minni skoðun…
Conversion-in eru jú ágætlega gerð, ég ætla ekki að gera lítið úr þeim (þó ég sjái engin “stórkostleg”)
Þemað og heildarsvipurinn er aftur mjög gott, hann er með fáa liti sem endurtaka sig í gegnum herinn. Jafnvel einum of, samanber characterum.
Málunin sjálf er svo rétt undir meðallagi, að mínu mati.
Þetta er ekkert sem sæmilegur málari getur ekki bætt til muna á ekki of löngum tíma.
Herinn þinn, Brjánn, er IMO mun flottari en þessi. Hellingur af conversions, mjög góður heildarsvipur o.s.frv.
Það má svo sem fyrirgefa honum að það er nær ógerlegt að converta sjálf dvergamódelin svo vel fari.
En málið er að ég hélt að þetta væri svo frábært og stórkostlegt… en finnst það svo í hreinskilni ekki :-)
Þessum her myndi ég (á Huga-móti) gefa 7-8 á skalanum 1-10.
Miklu flottari Chaos Dwarf her sá ég í gömlu WD blaði(einhversstaðar um #200-220, þarf að fletta því upp) eftir Gareth Hamilton, enda fékk hann Best Army á einhverju GWGT fyrir hann.
Anyway, þetta átti ekki að vera nein óskapleg ádeila, bara að viðra mínar (bjöguðu) skoðanir :-)
En sem betur fer sjáum við þetta ekki allir með sömu augum, annars væri nú lítið gaman að þessu!
Heyrumst,
Siggi G
Húsavík <br><br>www.warpchylde.tk
www.warpchylde.iwarp.com