Takk fyrir hrósið, strákar. Gott fyrir egóið að fá svona comment. Ég er búinn að vera að monta mig af honum á hinum ýmsu póstlistum úti í heimi, og flestir eru sammála um að hann sé einum of mikið af hinu góða. Ég ætla ekki að mótmæla því. Klærnar, öxin og vængirnir eru ansi yfirþyrmandi saman. Enda ætlaði ég að gera virkilega stuðandi módel, kannski ég hafi gengið heldur of langt :-)
En nokkrar spurningar og athugasemdir:
Brjánn skrifaði:
“Detailin á öxinni eru verulega funky, þetta hefur tekið þvílíkan tíma… Lítur út eins og hryggjarliður af þessum myndum…”
Það var einmitt það sem þetta átti að vera. Tók góðan tíma, enda er öxin orðin ógurlegt tæki…
Aggressive skrifaði:
“…eitt smátriði, þetta er 40.000 Deamon Prince módelið afhverju notaru það en ekki Fantasy módelið ???”
Rétt hjá þér, enda hef ég fengið smá gagnrýni á það annarsstaðar. Mönnum finnst brynjan gera módelið of 40K-legt.
Ég ímynda mér að hann hafi verið Chaos Warrior áður en hann varð Daemon… það er eina afsökunin sem ég hef! Mér þótti bara módelið svo ógurlega flott að ég varð að fá það…
Anyway, takk fyrir að kíkja á kallinn,
heyrumst,
Siggi G
<br><br>www.warpchylde.tk
www.warpchylde.iwarp.com