Aðferðin að high-lighta er nauðsynleeg til þess að gera kallana verulega flotta. Ég hef ekki gert mikið af þessu en ég kann aðferðina ágætlega. Að highlighta er einfaldlega að upplýsa staði sem þurfa að vera ljósari, t.d skörp horn (ekki horn eins og á geitum) o.fl.. Þetta er bara að finna lit sem er aðeins ljósari heldur en liturinn sem þið ruð að nota. Svo er bara að taka pínu pons af málningunni sem þið ætlið að highlighta með og mála þvert yfir staðina sem á að highlighta með ljósari litnum. Það er ekki erfitt að finna þessa liti en þeir eru oftast ljósari liturinn við hliðina á aðal litnum í rekkanum í nexus……samt ekki alltaf.


Vonandi kom þetta að góðum notum….Kári