Jæja, ég er kominn aftur heim í menninguna. Eftir frábæra helgi datt mér í hug að setja niður nokkrar athugasemdir um mótið.

Efst í huga er auðvitað það að mér tókst ekki að standa við stóru orðin! 5 töp í 7 bardögum verður seint talist glæsilegur árangur :-) En það var bara illa upp settur her, nema kannski að Grey Seer-inn minn hafi fengið lélega sendingu af rottum og tækjum, sem er líklegri kostur…

En athmosið var rosalega fínt, og mér fannst allir mínir mótspilarar sýna mjög prúðmannlega framkomu og virtust vera ákveðnir í að skemmta sér sem og öðrum.

Nýju reglurnar svínvirkuðu að mínu mati. Auðvitað eru einhverjir sem eru óánægðir, en þannig er það alltaf. Mér fannst persónulega að málningin mætti skipta enn meira máli, en auðvitað litast sú skoðun mín af þeirri staðreynd að ég er með fullmálaðan her! :-) 8 stig fyrir málningu mætti kannski hækka upp í 12, en það er auðvitað bara mín skoðun. Sportmanship spilaði þarna skemmtilega inn í, og var ég mjög sáttur við minn hlut.

Ég á von á því að þetta sé aðeins byrjunin á einhverju enn glæsilegra, ég er fullkomlega sáttur við þetta og ég mun snúa aftur, og þá mun ég valta yfir ykkur alla! Mwuhaha!! (Eða ekki, sem er kannski líklegra…)
Að endingu vitna ég í hinn illsigrandi Warlord Queek: “Kill, kill!”

Takk fyrir mig, og hittumst síðar,

Siggi G
Húsavík
<br><br>www.warpchylde.tk

www.warpchylde.iwarp.com
www.warpchylde.iwarp.com