Brjánn skrifaði:
“Það er farin að verða spurning um að leigja sal fyrir almennileg mót og spila þegar manni sýnist. (snip) En það er góð pæling fyrir framtíðina ef þetta á að vera svona í Nexus-salnum…
**Hvað er í gangi hjá Júlla?? Ekkert mót í marga mánuði, og svo fáið þið bara einn dag? Ég skil ekki alveg þessar pælingar hjá þeim, því miður. Ég er sammála um að athuga með sal, ef þetta er eins og þetta á að vera í framtíðinni. En þá er það spurning með verðlaun? Ekki viss um að þeir taki vel í að gefa verðlaun á móti sem er ekki haldið á þeirra vegum? Bara pæling.
”Hlakka bara til að sjá þig, og vona að ég fái tækifæri til að merja litlu rotturnar í svaðið eftir hroðalega meðferð síðast… Hef ekki tapað svona hrottalega í langan tíma ;)“
**Já, reyndu bara, félagi! :-) Mottóið hjá litlu loðnu gaurunum er orðið: ”Never surrender! Never fall back! Well, almost never…! And if we do, remember we always run 1“ further than the enemy…”
“Hvað ertu annars að klára í hernum? Ertu ekki búinn að spawnast yfir í Chaos???”
**Ég á eftir að leggja síðustu hönd á Stormvermin-unitið. Spurning um 1-2 klukkutíma. Það er verst að Daemon prinsinn hefur náð djöfullegum (bókstaflega) tökum yfir mér… ég ætla að reyna að klára að mála hann og koma með hann suður.
Atli skrifaði:
“Það verður gaman að spila við þig aftur eftir allan þennan tíma. Ef við fáum ekki að taka bardaga á mótinu heimta ég það að við tökum einn eftir það!”
**Endilega, það eru liðin mörg ár síðan síðast! Hvað ætli það sé, 2-3 ár? Hlakkar til að hitta ykkur sunnamenn.
Heyrumst,
Siggi G
Húsavík
<br><br>www.warpchylde.tk
www.warpchylde.iwarp.com