Kostirnir við orka og gobba er náttúrulega það að hver kall er frekar ódýr í punktum talið, svo þú getur verið með heilan haug af þeim á borðinu. Svo eru orkar með gott toughness svo þeir eru alveg ágætir í bardaga.
Svo er náttúrulega góður kostur að þetta er ótrúlega fjölbreyttur her, þú getur gert her í kringum massa af fótgönguliði, getur gert her bara með goblinum, bara með savage orcs eða hvað sem þig langar.
Þeir eru með OK riddaralið, engin snilld, en þeir eru ódýrir líka svo það er fínt. Chariots eru góð sem support, og þeir eru með slatta af fínum, ódýrum vígvélum.
Einnig er góður kostur að orkum er alveg sama um gobbana, þannig að ef gobbar dyja í massavís er orkunum alveg sama og hlægja bara ao halda áfram. Þannig að þú getur notað gobbana alveg eins og þig lystir, sem fallbyssufóður eða fórna þeim í öflugustu sveit andstæðingsins til að tefja hana smá. Þeir kosta sama og ekki neitt svo þú missir ekki mikið þó 40 gobbar hverfi í einu turni :)
Gallarnir eru að sjálfsögðu líka margir… Versti gallin er animosity, sem aðrir hafa fjallað um. Þú kastar teningi í byrjun hvers turns fyrir flestar sveitir (ekki black orcs, ekki vígvélar og chariots), ef þú færð einn gerist eitthvað. Þú kastar aftur, 1= sveitin reynir að skjóta eða ráðast á vinveitta sveit ef hún getur. Annars rífast kallarnir og meiga ekki hreyfa sig. 2-5= kallarnir rífast, og meiga hvorki hreyfa sig né skjóta. 6= Helteknir bardagahug geysast kallarnir áfram og reyna að komast í bardaga við andstæðingana.
Annar stór galli er frekar lélegt leadership, sem þýðir að þú þarft að hópa hernum þínum slatti mikið saman í kringum hershöfðingjann.
Galdrarnir eru allt í lagi, og hægt að gera mjög öflugan her með slatta af galdraköllumm. Gallinn er hins vegar sá að ef eitthvað klikkar með galdurinn geta galdramennirnir sprengt af sér (og nánum vinum…) hausana, á meðan galdramenn í öðrum herjum eiga ekki séns á því.
Mæli með að þú kaupir O&G bókina og lesir í gegnum hana og reynir svo að finna eitthvað þema sem þig langar að safna upp í. T.d. Goblin her, savage orc her, common orcs her og fleira þannig. Það eru auka listar aftast í bókinni og þó að þú notir almenna listann til að gera herinn þinn getur þú samt fengið hugmyndir af hinum listunum.
Bara að muna, orc arrer boyz sökka á allan hátt, bæði módelin og hvernig þau virka…
Brjánn Jónasson