Bloodbowl er ein sú mesta snilld sem GW hefur sent frá sér. Maður getur spilað lið sem samsvarar hvaða her sem maður spilar, td undead, lizard men, high elves, dark elves, dwarfs, orcs, chaos dwarfs, eða hvað það nú er.
Markmið leiksins er, auðvitað að vinna leikinn með minnst einu marki fleira en andstæðingurinn. En sum liðin, nefni sem dæmi chaos og dwarfs, njóta þess meira að lumbra svo illilega á andstæðingnum að hann helst geti ekki klárað leikinn. Hver leikmaður hefur fjóra “stats”: Move, Strength, Agility og Armor Value. Þessir þættir eru auðvitað mismunandi eftir liðum, þar sem dwarfs og chaos warriors eru td með armour value 9, ámeðal human eða skaven er með 7, en dwarfs eru með agility mest 3, ámeðan wood elves eru með 4 til 5.
Ýmsar reglur gilda síðan um það hvernig hægt er að lumbra á andstæðingnum, sparka í liggjandi andstæðinga, lauma leynivopnum inná völlinn, berja dómarann og svo framvegis.
Fyrir vhern andstæðing sem hver leikmaður meiðir, þ.e. sendir útaf allavega þar til í næsta leik, fær sá leikmaður stig, einnig fást stig fyrir að skora mörk, send boltann og vera kosinn MVP eða Most valuable player liðsins í leiknum. Þessi stig geta svo gert leikmanninn betri, gefið honum nýja skills eða bætt Stats hjá honum.
Mig minnir að það sé hægt að nálgast nýju reglurnar fyrir þetta á GW heimasíðunni, ég bara man ekki alveg hvar.