Ég verð nú að segja að ég sá það best hversu vel Gísli&CO í Nexus standa sig þegar ég bjó ár í London nýverið. Þar eru GW búðir (fór í amk 3 mismunandi búðir) út um alla borg. Og ég að vissu leiti saknaði Nexus :)
Málið er að GW búð myndi aldrei ganga upp á Íslandi. Annars hefðu þeir opnað búllu. Þeir sjá einfaldlega (eðlilega) ekki fram á neinn gróða úr því að koma upp búð hér, frekar en í Kulusuk á Grænlandi :)
Og talandi um verð, þá finnst mér að fólk eigi að hrósa Nexus frekar en að formæla. Þeir eru MJÖG samkeppnishæfir með verð, ef tekið er inn í dæmið kostnaður sem GW lendir ekki eins mikið í, flutningur, innfultningsgjöld, tollar og þessháttar. Gleymum því ekki að Nexus er líka með sal í gangi þar sem hægt er að spila hverskonar spil sem er, hvernig sem maður vill. Í GW búð bæri bara hægt að spila þeirra leiki, með þeirra módelum og þegar þeim hentar.
Samt eru alltaf hlutir sem mætti gera betur. Til dæmis er terrainið í Nexus orðið ónýtt að mestu leyti. Það er eðlileg afleiðing af því að hafa of mikið af litlum gúbbum að spila og ekki nógu mikið af ‘fullorðnum’ að passa :)
En þá er náttúrulega bara málið að þeir sem eru að spila þarna taki sig saman og geri terrain sjálfir og plati því inn á Nexus. Ég gerði það með slatta af Albion-terraini sem ég gerði, þó ég hafi náttúrulega haldið bestu bútunum sjálfur…
Allavega, málið er að Nexus er að standa sig vel, sérstaklega eftir að gengið var látið fljóta fyrir rúmu ári, sem lækkaði gengið á krónunni svo hrottalega að pundið (sem GW vörur eru keyptar í) fór úr 125 kr í 155 á stuttum tíma.
Brjánn Jónasson