Green stuff er ógeðslegt eitur (ekki sleikja puttana þegar þú ert að hnoða það) sem getur tekið smá tima að komast upp á lag með að nota.
Í fyrsta lagi þarft þú að hafa hjá þér eitthvað til að skulpta það með, ég mæli með GW græjunni, hún er að blífa hjá mér. Einnig gamlann prjón frá mömmu gömlu til að skulpta feld eða álíka. Og vatn í glasi….
Svo er gula og bláa stuffinu hnoðað all verulega rækilega saman, þar til það er orðið grænt og fallegt. Þá er hægt að fara að leira… Bara að muna að greenstuffið er að harðna meðan á öllu stendur, svo ekki hnoða of mikið í einu, eftir að hafa verið í um hálftíma samblandað er farið að verða leiðinlegt að vinna með þetta.
Best að byrja á að nota þetta til að fylla í rifur á módelum, laga samskeyti og þannig. Svo fara út í eitthað meira metnaðarfult eins og skikkjur og loðfeldi.
Muna alltaf að hafa verkfærin blaut, greenstuffið festist við þurra hluti en ekki blauta. Það á bókstaflega allt að vera rennandi blautt sem snertir leirinn NEMA staðurinn sem það á að festast við.
Svo tekur þú þann bút sem þú heldur þig þurfa til að gera það sem þú vilt gera, treður honum á staðinn sem hann á að vera á, og skulptar þetta svona nett með áhaldinu þínu. Ekki nota puttana í lokafrágang, þá koma fingraför á módelið… Það er að vísu svona persónulegt touch, en ekki kannski það sem ætlast var til :)
Svo þarf að gefa þessu 24 tíma til að harðna, að þeim loknum má pússa þetta nett til ef þarf.
Ef þú villt eitthvað nánar, endilega láttu heyra hvað þú ert að reyna að gera. Ég er enginn green stuff snilli, en þetta er samt allt að koma hjá mér…
Brjánn Jónasson